Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 52

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 52
52 JÓN TORFI JÓNASSON gleymist stundum og talið að miðlun frá fræðasamfélagi háskóla hljóti að vera hlutlaus. Samkvæmt því sem hefur verið rakið er fagleg þekking háskólamannsins helsta röksemdin fyrir því að hann sé vel til þess fallinn að hafa samfélags- legt hlutverk í umræðu um sérfræði sín, sem mætti kalla kennihlutverk, en formleg staða hans og einkum sérstaða gerir til hans kröfur um að sinna því. Hins vegar má efast um að hann eigi að hafa nokkurt fræðilegt kenni- vald, þ.e. að hann geti kveðið upp einhverja fræðilega úrskurði, ef svo má segja, m.a. vegna þess að flestir háskólamenn munu eiga erfitt með að vera hlutlausir í málflutningi sínum. Þetta þarfnast frekari skýringa. Fræðimaður í háskóla er vel að sér á sínu sviði og þekkir það út fyrir það efni sem hann rannsakar sérstaklega. Hann þekkir hugtökin og samhengið og er vel kunnugur ólíkum kenningum og sjónarmið um og er líka vel að sér um ágreining sem kann að vera á hans sviði. Hann ætti því að geta dregið fram aðalatriði máls og sagt frá þeim, ekki aðeins á sérhæfðu tækni- máli heldur einnig á máli sem flestir viðmælendur skilja. Hann mundi benda á að það séu fleiri hliðar á máli en virðist í fyrstu og sýndi ný sjón- arhorn. Styrkur fræðimannsins og viss sérstaða liggur í sérfræði hans og einnig í því að hann hefur það starf með höndum, fyrir tilstilli opinbers fjár, að kynna sér nýjar hugmyndir og brjóta þær til mergjar, tengja þær við aðrar skyldar hugmyndir, skoða þær gagnrýnið, gera þær skiljanlegar, einkum nemendum sínum. En það sem hér er nefnt bendir til þess að hann ætti einnig að gera það á opinberum vettvangi. Sérstaða háskólamannsins felst einnig í því að hann starfar við háskóla sem hafa samkvæmt lögum samfélagslegt hlutverk. Hann býr við meira formlegt faglegt sjálfstæði en almennt gildir um fræðimenn hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða einkaaðilum. Almennt gildir sú regla að tján- ingarfrelsi starfsfólks einkafyrirtækis um fagleg málefni sem tengjast fyr- irtækinu eru settar skorður af yfirmönnum þess. Stundum eru þær miklar og stundum minni, en hagsmunir fyrirtækisins eru látnir ráða því um hvað starfsmaður tjáir sig og jafnvel hvernig. Lög um opinbera starfsmenn takmarka rétt starfsmanns til að tjá sig um fagleg málefni stofnunar. Almennt er opinberum starfsmanni ekki heimilt að tjá sig um sérhæfð málefni stofnunar sinnar, jafnvel þótt þau séu á þröngu sérsviði hans, nema með leyfi yfirmanns.9 Það má þó segja að þetta 9 Ragnhildur Helgadóttir telur tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna mikið. Að mínu mati þarf að ræða hver staða þeirra sé nákvæmlega, t.d. hvort munur sé á stöðu þeirra sem starfa hjá háskólum og öðrum stofnunum og hvernig hið form-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.