Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 52
52
JÓN TORFI JÓNASSON
gleymist stundum og talið að miðlun frá fræðasamfélagi háskóla hljóti að
vera hlutlaus.
Samkvæmt því sem hefur verið rakið er fagleg þekking háskólamannsins
helsta röksemdin fyrir því að hann sé vel til þess fallinn að hafa samfélags-
legt hlutverk í umræðu um sérfræði sín, sem mætti kalla kennihlutverk, en
formleg staða hans og einkum sérstaða gerir til hans kröfur um að sinna
því. Hins vegar má efast um að hann eigi að hafa nokkurt fræðilegt kenni-
vald, þ.e. að hann geti kveðið upp einhverja fræðilega úrskurði, ef svo má
segja, m.a. vegna þess að flestir háskólamenn munu eiga erfitt með að vera
hlutlausir í málflutningi sínum. Þetta þarfnast frekari skýringa.
Fræðimaður í háskóla er vel að sér á sínu sviði og þekkir það út fyrir það
efni sem hann rannsakar sérstaklega. Hann þekkir hugtökin og samhengið
og er vel kunnugur ólíkum kenningum og sjónarmið um og er líka vel að
sér um ágreining sem kann að vera á hans sviði. Hann ætti því að geta
dregið fram aðalatriði máls og sagt frá þeim, ekki aðeins á sérhæfðu tækni-
máli heldur einnig á máli sem flestir viðmælendur skilja. Hann mundi
benda á að það séu fleiri hliðar á máli en virðist í fyrstu og sýndi ný sjón-
arhorn. Styrkur fræðimannsins og viss sérstaða liggur í sérfræði hans og
einnig í því að hann hefur það starf með höndum, fyrir tilstilli opinbers
fjár, að kynna sér nýjar hugmyndir og brjóta þær til mergjar, tengja þær við
aðrar skyldar hugmyndir, skoða þær gagnrýnið, gera þær skiljanlegar,
einkum nemendum sínum. En það sem hér er nefnt bendir til þess að hann
ætti einnig að gera það á opinberum vettvangi.
Sérstaða háskólamannsins felst einnig í því að hann starfar við háskóla
sem hafa samkvæmt lögum samfélagslegt hlutverk. Hann býr við meira
formlegt faglegt sjálfstæði en almennt gildir um fræðimenn hvort sem þeir
vinna hjá hinu opinbera eða einkaaðilum. Almennt gildir sú regla að tján-
ingarfrelsi starfsfólks einkafyrirtækis um fagleg málefni sem tengjast fyr-
irtækinu eru settar skorður af yfirmönnum þess. Stundum eru þær miklar
og stundum minni, en hagsmunir fyrirtækisins eru látnir ráða því um hvað
starfsmaður tjáir sig og jafnvel hvernig.
Lög um opinbera starfsmenn takmarka rétt starfsmanns til að tjá sig um
fagleg málefni stofnunar. Almennt er opinberum starfsmanni ekki heimilt
að tjá sig um sérhæfð málefni stofnunar sinnar, jafnvel þótt þau séu á
þröngu sérsviði hans, nema með leyfi yfirmanns.9 Það má þó segja að þetta
9 Ragnhildur Helgadóttir telur tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna mikið. Að
mínu mati þarf að ræða hver staða þeirra sé nákvæmlega, t.d. hvort munur sé á
stöðu þeirra sem starfa hjá háskólum og öðrum stofnunum og hvernig hið form-