Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 58
58
JÓN TORFI JÓNASSON
ekki að ekki skuli vera efnisleg forgangsröðun.14 Sú hugmynd að best sé að
veita öllu rannsóknarfé í opna samkeppnissjóði án nokkurrar samfélags-
legrar forgangsröðunar gengur ekki. Slíkt fyrirkomulag hentar sumum
verkefnasviðum og öðrum ekki. Forsendur úthlutunar miðast þá við hvert
verkefni og byggja á þröngum viðmiðum en taka ekki mið af samfélaginu
sem þau eiga að þjóna.15 Þá væri m.a. vanmetið að sífellt verður að hyggja
14 Á undanförnum örfáum árum hefur orðið mikil stefnubreyting í þessu efni, bæði á
landsvísu og alþjóðavísu. Íslenska vísinda- og tækniráðið mótaði á árinu 2007
stefnu um sérstök áherslusvið fyrir íslenskar rannsóknir, sjá ályktun frá desember
2007, Vísinda- og tækniráð. „Áskoranir og áherslur í vísindum, tækniþróun og
nýsköpun á næstu árum“. Haustfundur Vísinda- og tækniráðs 2007. Forsætis-
ráðuneytið. Reykjavík, 2007 (http://www.rannis.is/files/Alyktun%20V&t%20
18des07-310582766.pdf, skoðað 27. febrúar 2011). Svipað var gert á vegum nor-
rænu ráðherranefndarinnar, sem árið 2008 stillti saman norræna strengi til þess að
efla rannsóknir á umhverfi, loftslagi og orku (sjá, toppforskningsinitiativet, http://
www toppforskningsinitiativet.org/en/om-toppforskningsinitiativet (skoðað 27.
febrúar 2009). Evrópusambandið hefur fjallað um helstu áskoranir nútímasam-
félags. Undir forsæti Svía 2009 var haldinn fundur yfir 400 vísindamanna sem
samþykktu Lundaryfirlýsinguna í júlí 2009 (Grand Challenges), http://www.
se2009.eu/polopoly-fs/1.8460!menu/standard/file/lund-declaration-final-ver-
sion-9-july.pdf (skoðað 27. febrúar 2011) og ákveðið að nú skyldi leggja sérstaka
rækt við tiltekin samfélagslega mikilvæg verkefni (sjá einnig frétt í Science Daily, frá
9. júlí 2009: European Research Must Focus On The Grand Challanges, Experts
Urge, http://www.sciencedaily.com/releases/2009/07/090710092232.htm (skoðað
27. febrúar 2011).
15 Starfshópur um grunnrannsóknir í lífvísindum virðist taka þessa afstöðu, en miðar
þó sennilega við lífvísindin sem afmarkað svið, en það er aldrei alveg ljóst af
greinargerðinni, sjá Þórarinn Guðjónsson, Eiríkur Steingrímsson og fleiri, „Sam-
keppnissjóðir og grunnrannsóknir á Íslandi. Greinargerð“, Reykjavík: Samstarfs-
hópur um eflingu grunnrannsókna í heilbrigðis- og lífvísindum, 2003. Í greinar-
gerð hópsins segir (bls. 2): „Öflugir samkeppnissjóðir eru drifkraftur vísinda og
forsenda rannsókna- og þróunarstarfs háskóla, stofnana og fyrirtækja. Þeir eru
besta aðferðin til að tryggja gæði rannsókna, til að efla nýliðun í vísindasamfé-
laginu og til að auka möguleika vísindasamfélagsins til að svara breyttum aðstæð-
um á hverjum tíma.“ Jafnframt kemur fram að eina pólítíska viðfangsefnið er hve
miklu skal verja til rannsókna, annað skal eftirlátið samkeppnissjóðunum (bls. 5):
„Ákvarðanir um það hversu miklum fjármunum skal varið til rannsókna eru póli-
tískar í eðli sínu. Ákvarðanir um það hvaða rannsóknir á hverjum tíma skuli styrkt-
ar eru hins vegar faglegar en það er eina leiðin til að tryggja að rannsóknarfé sé
varið til bestu rannsókna á hverjum tíma. Forðast skal eyrnamerkingar á rann-
sóknafé þar sem það dregur úr samkeppni milli vísindamanna en minni samkeppni
mun óhjákvæmilega leiða til þverrandi gæða,“ enda er í Bandaríkjunum (bls. 5)
„óumdeilt að megin hluti rannsóknarfjármögnunar eigi að fara beint í samkeppn-
issjóði þar sem verkefni eru einungis metin eftir vísindalegu vægi þeirra og hæfni
vísindamanna.“ Vandinn við greinargerðina er að þar er talað um tiltekið fagsvið
en ekki rætt hvort eða að hvaða marki eigi að deila fé pólitískt á milli fagsviða.