Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 78

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 78
78 SvERRIR JAkObSSON athygli á öðrum viðhorfum og skoðunum en þeim sem hæst ber hverju sinni.1 Vegna þess að hér er um tvo aðskilda þætti að ræða er ekki endilega við því að búast að háskólar sinni hvorutveggja af sama krafti. Þvert á móti má telja það víst að flestir háskólar leggi meiri áherslu á að miðla gagnrýnu hugarfari með kennslu en hitt sé misjafnt hversu háskólakennarar séu gagnrýnir á eigið þjóðskipulag eða iðnir við að benda á aðra valkosti. Til mótvægis við þessa skilgreiningu á þjóðfélagslegu hlutverki háskóla má hins vegar benda á að háskólar eiga sér aðra hlið. Hlutverk menntunar er ekki einungis að opna fólki nýja sýn á samfélagið; hún takmarkar einnig og skilgreinir hvernig vísindasamfélög starfa. Eins og Michel Foucault benti á þá er menntun að vísu í orði kveðnu það tæki sem hver einstaklingur í þjóðfélagi eins og okkar notar til að hafa aðgang að hvaða tegund orðræðu sem er, en það er vel vitað að hún heimilar, hindrar og dreifist samkvæmt munstri sem markast af félagslegum mun, andstæðum og átökum. Menntakerfi eru alltaf pólitískur háttur á að halda eða breyta til- einkun orðræðunnar og jafnframt þeirri þekkingu og því valdi sem hún ber í sér.2 Þar af leiðir að sakleysi þekkingarinnar er goðsögn. Háskólar geta ekki verið hlutlausir gagnvart valdakerfum þar sem þeir eru valdastofnanir í sjálfum sér. Hlutverk þeirra er að skilgreina sanna þekkingu og löghelga aðferðir við öflun hennar. Saga háskóla verður ekki sögð til hlítar nema tekið sé mið af þessu eðli þeirra. Í því máli sem fer hér á eftir verður gengið út frá því að háskólar séu valdastofnanir. Vald þeirra felst m.a. í því að skilgreina sanna þekkingu, hvernig hennar skuli aflað og hvaða fræði eigi að teljast hluti hinnar vís- indalegu orðræðu. Á hinn bóginn er ástæða til að velta fyrir sér tengslum háskóla við önnur valdakerfi og aðrar valdastofnanir; hvort þeir séu sjálf- stætt þjóðfélagsafl eða hvort þeir þjóni öðrum valdastofnunum, andlegum 1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, „Háskólar, kreppa og vísindi“, Tímarit um menntarannsóknir, 6/2009, bls. 7–13, hér: bls. 11. 2 Michel Foucault, „Skipan orðræðunnar“, þýð. Gunnar Harðarson, Spor í bók­ mennta fræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault Fræðirit 7, ritstj. Garðar Bald- vinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmennta- fræðistofnun, 1991, bls. 191–226, hér bls. 209.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.