Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 78
78
SvERRIR JAkObSSON
athygli á öðrum viðhorfum og skoðunum en þeim sem hæst ber
hverju sinni.1
Vegna þess að hér er um tvo aðskilda þætti að ræða er ekki endilega við því
að búast að háskólar sinni hvorutveggja af sama krafti. Þvert á móti má
telja það víst að flestir háskólar leggi meiri áherslu á að miðla gagnrýnu
hugarfari með kennslu en hitt sé misjafnt hversu háskólakennarar séu
gagnrýnir á eigið þjóðskipulag eða iðnir við að benda á aðra valkosti.
Til mótvægis við þessa skilgreiningu á þjóðfélagslegu hlutverki háskóla
má hins vegar benda á að háskólar eiga sér aðra hlið. Hlutverk menntunar
er ekki einungis að opna fólki nýja sýn á samfélagið; hún takmarkar einnig
og skilgreinir hvernig vísindasamfélög starfa. Eins og Michel Foucault
benti á þá er menntun
að vísu í orði kveðnu það tæki sem hver einstaklingur í þjóðfélagi
eins og okkar notar til að hafa aðgang að hvaða tegund orðræðu sem
er, en það er vel vitað að hún heimilar, hindrar og dreifist samkvæmt
munstri sem markast af félagslegum mun, andstæðum og átökum.
Menntakerfi eru alltaf pólitískur háttur á að halda eða breyta til-
einkun orðræðunnar og jafnframt þeirri þekkingu og því valdi sem
hún ber í sér.2
Þar af leiðir að sakleysi þekkingarinnar er goðsögn. Háskólar geta ekki
verið hlutlausir gagnvart valdakerfum þar sem þeir eru valdastofnanir í
sjálfum sér. Hlutverk þeirra er að skilgreina sanna þekkingu og löghelga
aðferðir við öflun hennar. Saga háskóla verður ekki sögð til hlítar nema
tekið sé mið af þessu eðli þeirra.
Í því máli sem fer hér á eftir verður gengið út frá því að háskólar séu
valdastofnanir. Vald þeirra felst m.a. í því að skilgreina sanna þekkingu,
hvernig hennar skuli aflað og hvaða fræði eigi að teljast hluti hinnar vís-
indalegu orðræðu. Á hinn bóginn er ástæða til að velta fyrir sér tengslum
háskóla við önnur valdakerfi og aðrar valdastofnanir; hvort þeir séu sjálf-
stætt þjóðfélagsafl eða hvort þeir þjóni öðrum valdastofnunum, andlegum
1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, „Háskólar, kreppa og vísindi“, Tímarit um
menntarannsóknir, 6/2009, bls. 7–13, hér: bls. 11.
2 Michel Foucault, „Skipan orðræðunnar“, þýð. Gunnar Harðarson, Spor í bók
mennta fræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault Fræðirit 7, ritstj. Garðar Bald-
vinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun, 1991, bls. 191–226, hér bls. 209.