Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 89
89
HÁSKÓLAR. VALDASTOFNANIR EÐA VIÐNÁMSAFL?
og nemanda er fólgin í sameiginlegri leit þeirra beggja að þekk-
ingu.27
Humboldt gerði ráð fyrir fámennum háskólum þar sem hægt væri að
leggja rækt við hvern nemanda, en Berlínarháskóli og aðrar háskólastofn-
anir 19. aldar þróuðust í aðra átt. Nemendafjöldinn jókst hröðum skrefum
og ekki reyndist unnt að hafa samvinnu háskólakennara og stúdenta jafn
nána og Humboldt gerði ráð fyrir. Eigi að síður höfðu hugmyndir hans
mikil áhrif á þróun háskóla í Þýskalandi, á Norðurlöndum og að hluta til í
Bandaríkjunum.28 Háskólasamfélag nútímans var orðið til.
Niðurstöður
Háskólar eru á hverjum tíma hluti samfélags og háðir valdakerfum þess.
Markmið háskóla hefur á hinn bóginn aldrei verið leit að þekkingu þekk-
ingarinnar vegna heldur að tryggja samfélaginu menntað vinnuafl. Lengst
af voru háskólarnir menntastofnanir fyrir embættismenn og að því leyti
hafa þeir unnið ýmsum valdastofnunum ómælt gagn. Nytsemi þess að
staðla menntun og festa staðlana í sessi með prófgráðum rann upp fyrir
stjórnvöldum í Kína fyrir rúmlega 1500 árum. Á miðöldum komust geist-
leg og veraldleg yfirvöld í Evrópu að sömu niðurstöðu.
Háskólarnir í sinni elstu og langlífustu mynd voru hreinræktuð afurð evr-
ópsks miðaldasamfélags. Í því fólst tvennt: Annars vegar þá nutu þeir stofn-
analegs sjálfstæðis vegna þess að á miðöldum var hefð fyrir valddreifingu þar
sem stjórnvaldsstofnanir voru margar og gátu jafnvel átt í samkeppni. Á hinn
bóginn gerði hugmyndafræðileg einsleitni hins evrópska miðaldasamfélags
það að verkum að hægt var að staðla háskólanám. Í háskólum takast jafnan á
tilhneigingar til hvorstveggja, stöðlunar og sjálfstæðis.
Hin evrópska leið til að skipuleggja æðri menntun var einungis ein leið
af mörgum. Fjölhyggjusamfélög Grikkja og Rómverja til forna voru ekki
jafn hentugur jarðvegur fyrir staðlaða menntun og prófgráður. Öðru máli
gegndi um kínverska menntakerfið þar sem stöðluð próf viðgengust öldum
saman. Á hinn bóginn var ríkisvaldið þar sterkara en í Evrópu og því
27 Wilhelm von Humboldt, Gesammelte Schriften, 10. bindi, Berlín: B. Behr’s Verlag,
1903, bls. 251. Hér er notast við þýðingu Páls Skúlasonar, „Kreppa háskóla og
kjarni háskólastarfs“, Skírnir181/2007, bls. 381–405, bls. 392.
28 Jón Torfi Jónasson, Inventing Tomorrow’s University. Who is to Take the Lead? An
Essay of the Magna Charta Observatory, Bologna: Bolonia University Press, 2008,
bls. 39.