Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 106
106
GuðNI ELíSSON
Prúttarinn kennir öðrum um vandann en býður um leið upp á lausn.
Ég skal gera eitthvað þegar aðrir gera eitthvað (vísar til samábyrgðar), eða
þegar það samræmist mínum grundvallarlífsskoðunum. Þangað til er það
því miður tilgangslaust (almenningsharmleikurinn).32 Konan sem ég gat
um í inngangi greinarinnar er frábært dæmi um prúttara því hún færir
kynjafræðileg rök fyrir því að gera ekki neitt. Ef hún bregst við loftslags-
vánni vegur hún að jafnrétti. Það væri siðferðilega rangt og í andstöðu við
gildismat hennar að gera eitthvað, eða hvetja aðrar konur til þess, á meðan
karlmenn gera ekki neitt. Konan á ráðstefnunni lét þó ósagða þá staðreynd
að hlýnun á veðurfari er kynbundið vandamál sem mun harðast koma
niður á konum, eins og rætt var um í fyrirlestri á þinginu.33
Í ofangreindum rökum er hugmyndin um veðurfarshlýnun oftast ekki
[sótt 18. júní 2010]; og það gera einnig frjálshyggjumennirnir á Andríki 13. desem-
ber 2004: „Svo víkur Lomborg að kostnaðinum við Kyoto samninginn. Hann
segir kostnaðinn af því að standa við Kyoto samninginn 150 milljarða Bandaríkjadala
á ári. Hann segir að Sameinuðu þjóðirnar meti það svo að fyrir helming þessarar
upphæðar mætti leysa til frambúðar helstu lífsgæðavandamál heimsins. Með
þessum fjármunum megi útvega hverjum einasta manni hreint vatn, brýnustu sótt-
varnir, heilsugæslu og menntun.“ Sjá: http://www.andriki.is/default.asp?art=1
3122004 [sótt 20. júní 2010].
32 Frjálshyggjumaðurinn Geir Ágústsson prúttar við Svein Atla Gunnarsson, annan
aðstandenda Loftslag.is, á forvitnilegan hátt þegar hann ber saman hugsjónir um-
hverfisverndarsinnans og frjálshyggjumannsins og segir að báðum beri að sann-
færa venjulegt fólk um málstað sinn í stað þess að reyna að hrófla við samfélaginu:
„Svatli, það vantar ekki gögnin, skýrslurnar og módelin, og það getur vel verið að
allt tali á einu máli og að andmælaraddir séu með höfuð í sand, rökþrota eða hvað
þú vilt kalla það. En það er þitt að sannfæra almenning um að breyta lífsstíl sínum,
en ekki almennings að verjast þeim sem vilja breytta lífshætti almennings. Þú ert,
með réttu, í erfiðri sókn við þrjóskan almenning, og það er sennilega hollt fyrir
sálarró þína að sætta þig við það og að það sé á brattan [svo] að sækja, hjá þér.
Persónulega vil ég sannfæra alla um að leggja niður seðlabankann og gefa peninga-
útgáfu frjálsa. En þar er á brattann að sækja þótt öll gögn, skýrslur, rannsóknir og
rök séu á einu máli –mínu máli.“ ýmislegt mætti segja um samlíkingu Geirs, en
hér verður þess eins getið að af orðum hans mætti ætla að íslensku frjálshyggjutil-
rauninni, sem hafði svo alvarlegar afleiðingar í október 2008, hafi ekki verið
þröngvað upp á neinn. Geir Ágústsson, „Auðveld leið: Gera ‘ekkert’“, 10. október
2010: geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/1104708/ [sótt 20. febrúar
2010].
33 Fyrirlestur Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, „Kynja-
víddir í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar“, snerist t.a.m. um þetta atriði.
Sjá einnig: Resource Guide on Gender and Climate Change. United Nations Develop-
ment Programme 2008: http://www.google.com/search?client=safari&rls=en&q=
climate+change+gender&ie=UTF-8&oe=UTF-8 [sótt 18. febrúar 2011].