Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 111
111
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
Eins og Oreskes og Conway benda á í bók sinni Merchants of Doubt
skiptir traust máli í daglegu lífi okkar allra. Við treystum öðrum einstak-
lingum til þess að gera fyrir okkur hluti sem við viljum ekki sjálf gera, eða
getum ekki gert.45 „Eru vísindin ekki allt of mikilvæg til að láta vísinda-
mönnunum einum þau eftir?“ spyr Hannes Hólmsteinn Gissurarson,46 en
vandinn er bara sá að það er ekkert annað í stöðunni. Almenna viðmiðið
hlýtur alltaf að vera að fara eftir því sem sérfræðingarnir segja okkur, jafn-
vel þótt sérfræðingar hafi oft rangt fyrir sér. Og stundum þurfum við bara
að hlusta á rödd skynseminnar í brjóstinu. Hvor býr yfir meiri trúverðug-
leika? Helstu vísindaakademíur heims eða maður sem segist hafa þróað
meðal sem virki við ýmsum af helstu kvillum mannkyns?
d) Ómögulegar væntingar og færanleg markmið. Hér er í raun um tvenns
konar rök að ræða sem leiða þó til sömu niðurstöðu. Annars vegar leggur
afneitarinn slíka sönnunarkröfu á vísindasamfélagið að ómögulegt er að
verða við henni (t.d. ef engar mælingar eru fyrir hendi). Kostulegustu hug-
myndina um ómögulegar væntingar er líklega að finna í pistli frjálshyggju-
mannsins Geirs Ágústssonar, en hann virðist halda að jafn erfitt sé að færa
sönnur á áhrif mannsins á veðurfarið og tilvist guðs. Hvort tveggja liggi
utan sviðs vísindanna: „Sú kenning að maðurinn sé að hafa markverð áhrif
á loftslag jarðar hefur ekki verið sönnuð (og meira að segja ekki afsönnuð),
ekki frekar en tilvist guðs. Trúað fólk á ekki að biðja um að trú sín sé
afsönnuð heldur eiga vantrúaðir að krefjast sönnunar af hendi þeirra
trúuðu.“47 Þess ber að geta í þessu samhengi að fjöldamargar mælingar
staðfesta kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Hinsvegar er
ókleift að hugsa sér vísindalega mælingu sem staðfestir eða afsannar kenn-
inguna um tilvist guðs.48 En afneitunarsinninn breytir líka forsendunum í
hvert sinn sem ný gögn styðja ráðandi kenningu. Hann krefst þess stöðugt
að mælingarnar séu settar í nýtt samhengi. Hitamælingar síðustu 150 ára
duga ekki þegar ræða á veðurfarsbreytingar síðustu áratuga, heldur verður
að skoða hlýindaskeiðið frá miðöldum og kuldakastið á litlu ísöld (frá
45 Naomi Oreskes og Erik M. Conway, Merchants of Doubt, bls. 272–273.
46 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Vísindi eða iðnaður?“, Fréttablaðið 24. nóvem-
ber 2006, bls. 34.
47 Geir Ágústsson, „Maðurinn og gróðurhúsið“, 11. desember 2006: http://blogg.
frjalshyggja.is/archives/2006/12/maurinn_og_grou.php [sótt 19. júní 2010].
48 Sjá t.d. ágæta færslu á Loftslag.is: „Mælingar staðfesta kenninguna“, http://www.
loftslag.is/?page_id=6339 [sótt 19. júní 2010]. Einnig má nefna bók Halldórs
Björnssonar Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar sem rekur hvaða grunnrann-
sóknir búa að baki kenningunni um hlýnun af mannavöldum.