Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 126
126
GuðNI ELíSSON
Að sama skapi er forvitnilegt að skoða töflur yfir þá koltvísýringslosun
sem bundin er ýmsum algengum athöfnum. Sá sem notar aldrei nýjan
plastpoka dregur úr losun um 5 kíló á ári, á meðan 17 kíló sparast við það
að skipta út hefðbundinni ljósaperu fyrir sparperu. Sparnaðurinn við það
að slökkva á sjónvarpinu eftir notkun er 25 kíló og 230 kíló við það að
lækka hitann um eina gráðu í dæmigerðu húsi. Sá sem fer með strætisvagni
í vinnuna fremur en að nota bílinn dregur að meðaltali úr losuninni um
400 kíló. Sá sem gerist grænmetisæta losar hálfu tonni minna en kjötætan
og með því að fella niður eitt flug á ári dregur einstaklingurinn úr losun
um 400 til 1200 kíló.92 Af þessu má vera ljóst hversu hættulegt getur verið
að festa sig í neti innkaupapokans ef 100 ára sparnaður hverfur út í loftið
með helgarferð til Kaupmannahafnar.
Umhverfisverndarsinnarnir kyrja um fyrirbyggjandi lausnir, hvort sem
þær felast í nýja rafmagnsbílnum, vetnisbílnum, því að beisla vind- og sól-
arorkuna, eða því að ,kolefnisjafna‘ sig með gróðursetningu trjáa og setja
flöskur í endurvinnslu.93 Framsæknasta lausnin er líklega sú að byggja
margra kílómetra háan ,reykháf‘ uppi á fjallstindi og dæla úr honum
Sustainability, Oxford: Oxford University Press, 2003, bls. 104. Sjá þetta og frekari
dæmi hjá George Monbiot, Heat: How to Stop the Planet From Burning, bls. xiv–
xvii.
92 Töfluna má finna í bók George Marshall, Carbon Detox: Your stepbystep guide to
getting real about climate change, London: Gaia Thinking, 2007, bls. 28. Íslendingar
búa svo vel að þurfa ekki að hafa áhyggjur af rafmagnsnotkun og húshitun í þessu
samhengi, en losunartaflan sem ég vísa í miðar við enskan veruleika. Sjá einnig bók
Mikes Berners-Lee, How Bad are Bananas: The Carbon Footprint of Everything
(London: Profile Books, 2010) en í henni er að finna handhægar upplýsingar um
losunartölur jafn hversdagslegra athafna eins og þess að strauja skyrtu (bls. 22–23)
eða eignast barn (bls. 151–152), auk upplýsinga um kostnaðinn sem bundinn er
ólíkum losunarlausnum (bls. 191–193). Þeir sem kjósa að leita lausnamiðaðra leiða
hljóta að bera siðferðilega ábyrgð á því að kynna sér jafnt kosti sem galla hinna
ýmsu lausna sem í boði eru.
93 Varað hefur verið við kolefnisjöfnun með skógrækt sem einhverri allsherjarlausn,
t.d. vegna þess hversu binditíminn er langur. Í þekktri rannsókn var jafnframt
komist að þeirri niðurstöðu að umfangsmikil trjárækt skili aðeins tilætluðum
árangri séu trén gróðursett í hitabeltinu. Það gæti haft þveröfug áhrif á svæðum
norðan við 50. breiddarbaug. Sjá: G. Bala, K. Caldeira, M. Wickett, T. J. Phillips,
D. B. Lobell, C. Delire og A. Mirin, „Combined climate and carbon-cycle effects
of large-scale deforestation“, PNAS apríl, 104:16 og 17/2007, bls. 6550–6555, hér
bls. 6554. Ég tek efni greinarinnar saman í pistlinum „Heggur sá er hlífa skyldi?“ í
Lesbók Morgunblaðsins, 27. september 2008, bls. 2. Hafa ber þó í huga að þetta er
aðeins ein rannsókn, en hún sýnir fyrst og fremst hversu flóknar breyturnar geta
verið.