Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 131
131
DÓMSDAGSKLUKKAN TIFAR
enginn.110 Ef þetta er raunin má ætla að stjórnmálamenn geri ekkert fyrr
en nógu margir krefjast raunverulegra breytinga. Líklega verður sú krafa
ekki sett fram fyrr en í óefni er komið, að minnsta kosti ef horft er til kenn-
ingar Hardins um að harmleikur almenninganna búi í óumflýjanlegum og
skefjalausum framgangi hlutanna, þar sem magn neytanlegra gæða verður
eini mælikvarðinn á hið eftirsóknarverða líf.
Framtíðarbörnin og þú
Í ljósi þess hvað er í húfi vaknar sú spurning hvort áhugaleysi almennings
á loftslagsbreytingum sé á einhvern hátt sjúklegt, jafnvel vitnisburður um
ávanabindingu, eða hættulega fíkn? Getur verið að Vesturlandabúar séu
orðnir svo háðir þeim munaði sem fylgir kapítalískri velmegun að þeir geti
ekki hugsað sér að neitt ógni lífsmynstrinu sem þeir hafa tamið sér?
Bandaríski sálgreinandinn Pat Thomas varpar fram þessari spurningu í
grein í The Ecologist, þar sem hún bendir á ýmis forvitnileg líkindi með
afneitun almennings á loftslagsvánni og afneitun drykkju- og eiturlyfja-
sjúklinga á persónulegum vanda.111 Afneitunin „auðveldar okkur að axla
ekki ábyrgð. Vegna þess að við getum ekki horft fram á veginn og sjáum
ekki mynstrið í augsýnilegri ringulreið lífs okkar, fáum við ekki heldur lært
af mistökum okkar“.112 Afneitunin er ekki meðvituð og að baki henni búa
ekki illar hvatir, segir Thomas, en hún skýtur aðeins dýpri rótum eftir því
sem við frestum því lengur að glíma við hana. Einvörðungu sé hægt að
snúa umræðunni við með hefðbundinni íhlutun, með því að fást við lofts-
lagsvandann á sama hátt og um drykkju- eða eiturlyfjafíkn væri að ræða.
Pistillinn „Úlfur úlfur!“ eftir fjölmiðlamanninn Egil Helgason fangar
fullkomlega þær þversagnir sem brjótast um innra með hverjum þeim sem
glímir við loftslagsafneitunina. Egill ber vísindasamfélagið saman við
smaladrenginn sem kallaði í sífellu úlfur í dæmisögu Esóps, þannig að allir
hættu loks að taka mark á honum. Egill veltir því fyrir sér hvort eins sé
farið „um hitnun lofthjúps jarðar vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa“, því
að þrátt fyrir að ýmsar spár vísindamanna séu ,katastrófískar‘ ná þær ekki
að „kveikja í fólki“. Egill segist ekki hitta neinn „sem hefur raunverulegar
110 George Monbiot, Heat: How to Stop the Planet From Burning, Cambridge, Mass.:
South End Press, 2007, bls. 41–42.
111 Pat Thomas, „How to beat denial – a 12-step plan“, The Ecologist January 2007,
bls. 26–29.
112 Sama rit, bls. 27.