Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 153

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 153
153 SKRIF VIÐ NÚLLPUNKT inn að innsta „kjarna“. Borrörið er með öðrum orðum enn á sínum stað, það gnæfir yfir pallinn en tengir hann líka við jörðina. John er sannfærður um að svarti hluturinn sé þarna niðri og það eina sem hann þarf að gera til að finna og koma höndum yfir þennan óræða hlut er að láta sig síga niður borrörið innanvert. Ferðasagan þegar hann snýr aftur er nánast ótrúleg. Í tómri hvelfingu í iðrum jarðar, óendanlega víðfeðmri, myrkri og tómri (því það er búið að fjarlægja alla olíuna), uppgötvar John heillandi veröld, hann kynnist einhverju óviðjafnanlegu innra með sjálfum sér. Algjör fjar- vera skynhrifa opnar nýja vídd: „það hvarflaði að mér að ég sæi undir yfir- borð hlutanna, í bjarmann sem barst innan úr efninu sjálfu, ‘ljósgjafann’“ (bls. 274). Þetta er tilfinning sem reynist ómótstæðileg þrátt fyrir þær óhugnanlegu vísbendingar sem felast í óþreyjufullu ýlfri sem berst frá eyju í svörtu stöðuvatni. Í framrás sögunnar rifjar Benni upp eina minningu frá tímabilinu fyrir heimsslitin en hún tengist ánamaðki: „Maðkurinn var á leiðinni niður um holu í moldinni“ en Benni minnist þess að hafa flýtt „sér að grípa um end- ann á honum og kom [þannig] í veg fyrir að hann slyppi […] Hann byrjaði að toga maðkinn í sitt hvora áttina; fyrst laust en svo fastar þegar honum fannst eins og hann streittist á móti, þar til maðkurinn slitnaði í tvo jafn stóra helminga“ (bls. 264–265). Hér er á ferðinni saga sem við fyrstu sýn virðist ekki merkingarþrungin, þótt Benni kvarti að vísu annars staðar undan því að líða eins og hann sé að klofna í tvennt (bls. 210), líkt og óskiljanleg öfl séu að toga hann sitt í hvora áttina. Skírskotunin til handa- hófskenndrar grimmdar í garð náttúrunnar kann að skipta máli en nær- tækara er að beina sjónum að eigindum maðksins sem sagan leggur áherslu á. Það er að segja, maðkinum sem eins konar lífrænni borvél sem brýst í gegnum svörðinn og ofan í jörðina, en í atganginum fræðist Benni einmitt um hreyfigetu verunnar „[v]iðbrögð maðksins við þessari skyndilegu árás voru að draga sig saman og skjóta út örsmáum göddum, hrjúfum við fing- urna. Aha, mundi Benni að hann hugsaði […] þannig ýttu litlu kvikindin sér í gegnum moldina“ (bls. 264–265). Hrjúfir gaddar vélgera náttúrulega veru og kallast það á við hvernig textinn ljær sjálfum borpallinum lífræna vídd þar sem hann birtist á teikningu sem er „endurprentuð“ í bókinni (bls. 239). Á teikningunni, sem og í lýsingunni sjálfri (bls. 295), ummynd- ast mannvirkið í einhvers konar ókennilega lífveru, jafnvel risavaxið skor- dýr, sem stendur á löngum mjóum löppum í miðri eyðimörkinni. „Lapp- irnar“ halda „búknum“ á lofti og þaðan liggur „rani“ í jörðina sem sýgur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.