Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 210

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Side 210
210 JONATHAN COLE aðhaldi með skipulagðri efahyggju, en gildi ferlisins sást glögglega í Columbia háskólanum í gagnrýni kollega Genova á ræðu hans. Auðvitað höfðu þeir sem vildu bera upp mótmæli við Columbia háskól- ann og annars staðar rétt til að gera það og slíkum andmælum ætti að svara með viðeigandi hætti. En bréf, tölvupóstar og önnur skilaboð komu ekki bara frá einstaklingum sem brugðust ótilkvaddir við fréttunum. Andmælin áttu einnig rætur að rekja til vefsíðna sem lögðu fram mótmælatextann, til skipulagðra aðgerða íhaldshópa sem vildu þröngva háskólunum til að grípa til aðgerða gegn prófessorum sem höfðu skoðanir sem þeim voru ógeðfelldar. Ráðist hefur verið gegn hollustu bandarískra háskóla við akademískt frelsi og frelsi til rannsókna. Drjúgur hluti mótmælanna hefur beinst að viðleitni háskólanna til að víkka þekkingarsvið sitt til Austurlanda nær og ráða sérlega hæfa fræðimenn frá þeim svæðum. Spennan í Austurlöndum nær hefur í raun og veru endurspeglast í háskólunum. Lausráðnir fræði- menn sem opinskátt hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir stefnu þeirra gagnvart Palestínumönnum og nágrönnum þeirra hafa verið sérstaklega berskjaldaðir.60 Sumir þeirra sem hafa orðið fyrir gagnrýni hafa verið bandarískir ríkisborgarar og aðrir hafa verið frá Austurlöndum nær. Það tók mörg ár að ákveða fastráðningu Josephs Massad við Col umbia háskóla og gerðist loksins í júní 2009. Massad, sem er prófessor í nútíma- stjórnmálafræði og þekkingarsögu Arabalanda, hefur gefið út þrjár bækur hjá mjög virtum útgefendum og fleiri en tuttugu fræðigreinar ritrýndar af fræðimönnum. Fræðistörf hans fengu afar lofsamlega dóma tuttugu fræði- manna á hans sviði og úr skyldum greinum sem voru beðnir um mat á 60 Ég sat í meira en sjöhundruð sérnefndum um fastráðningar í Columbia háskólan- um meðan ég var deildarforseti. Þetta eru trúnaðarfundir og oft er erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að skilja af hverju tiltekinn umsækjandi fékk ekki fastráðn- ingu. Ég hef litið yfir mál þar sem vonir um fastráðningu voru miklar en matið samt á þá leið að verk viðkomandi væru ekki nógu góð til að standast þær kröfur sem Columbia háskólinn gerði til fastráðningar. Fáir utanaðkomandi – og enginn um sækjandi sem var vísað frá – trúðu því að ákvörðunin væri óhlutdræg. Að mínum dómi voru þær sanngjarnar. Dómnefndarálit eru svolítið eins og svartir kassar: Þú getur séð hvað fer inn og hvað kemur út um hinn endann en það er ekki hægt að vita hvað gerðist inni í kassanum. Ákvörðun getur frekar orðið neikvæð vegna rangra dóma um gæði verka og hæfileika umsækjanda en þegar réttir mæli- kvarðar eru notaðir. Það eru þó án efa alveg eins mörg dæmi þess að fólk sem ekki hefur unnið til fastráðningar á grundvelli gæða verka sinna fær hana. Í raun eru vitlausar ráðningar (þeir sem fá fastráðningu en verðskulda það kannski ekki) lík- lega fleiri en vitlausar frávísanir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.