Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 36

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Blaðsíða 36
35 sem þau og verk Matteos Bandellos höfðu. Við þýðingu sína á Bandello notaði Painter verk frönsku þýðendanna François de Belleforest og Pierre Boisteau í miklum mæli, en útgáfur þeirra eru ekki safn margra höfunda líkt og The Palace of Pleasure. Það að verk Painters er safnrit eftir mismun- andi höfunda hefur áhrif á skilning og túlkun einstakra nóvella, að minnsta kosti að einhverju leyti, og gerir það ólíkt þeim frönsku. Verk Painters er þess vegna það sem Francesco Casetti kallar sérstakar samskiptaaðstæður (e. communicative situation), sem er ólíkt hinum erlendu fyrirrennurum þrátt fyrir stöðu þess sem þýðing.6 Vegna þessa hafði innlimun The Palace of Pleasure í bókmenntakerfi Englands ekki aðeins áhrif að því leyti að einn og einn söguþráður var tekinn upp og notaður heldur veitti það lesendum og höfundum aðgang að mörgum mismunandi þáttum sem höfðu áhrif á bókmenntasköpun á sextándu öld. Uppruni efnisins The Palace of Pleasure er safn eitthundrað og einnar þýddrar prósafrásagn- ar, sögurnar koma úr ýmsum áttum. Um það bil þrjátíu eru úr klassísk- um heimildum en afgangurinn er upprunninn hjá frönskum, ítölskum og spænskum samtímahöfundum.7 Eftirfarandi tafla sýnir höfunda, verk og líkleg útgáfuár þeirra frásagna sem Painter þýddi og safnaði saman í The Palace of Pleasure og fjölda texta frá hverjum höfundi.8 Það er ekki alltaf ljóst úr hvaða útgáfu Painter þýddi og hann leitaði stundum í fleiri en eina útgáfu af sömu sögu í þýðingu sinni. Verk Painters var fyrsta raunverulega innkoma nóvellunnar sem sér- stakrar greinar (e. genre) í hið enska bókmenntakerfi þó að eitthvað af efninu hafi verið vel þekkt í öðrum útgáfum.9 Til dæmis var söguna um 6 Francesco Casetti, „Adaptions and Mis-adaptions: Film, Literature, and Social Discourses“, A Companion to Literature and Film, ritstj. Robert Stam og Alessandra Raengo, Blackwell, 2004, bls. 81–91, hér bls. 83. 7 Útgáfuár eru stundum umdeild og eru því aðeins gefin hér til að gefa grófa hug- mynd um tímaröð og tímabil. 8 Þetta er leiðréttur listi og því eru nokkur frávik frá svipuðum listum sem má finna m.a. í Dictionary of National Biography, sem styður sig við lista Joseph Jacobs í útgáfu hans af Palace of Pleasure. Sá listi er hins vegar ekki alveg réttur og má finna nákvæman og leiðréttan lista í doktorsritgerð minni. 9 Frekari upplýsingar um vísanir í nóvellur og einstaka þýðingar sjá t.d. Pruvost, Matteo Bandello and Elizabethan Fiction; Koeppel, Studien zur Geschichte der Italien- ischen Novelle in der Englishen Litteratur de Sechzehnten Jahrhunderts. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.