Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 36
35
sem þau og verk Matteos Bandellos höfðu. Við þýðingu sína á Bandello
notaði Painter verk frönsku þýðendanna François de Belleforest og Pierre
Boisteau í miklum mæli, en útgáfur þeirra eru ekki safn margra höfunda
líkt og The Palace of Pleasure. Það að verk Painters er safnrit eftir mismun-
andi höfunda hefur áhrif á skilning og túlkun einstakra nóvella, að minnsta
kosti að einhverju leyti, og gerir það ólíkt þeim frönsku. Verk Painters er
þess vegna það sem Francesco Casetti kallar sérstakar samskiptaaðstæður
(e. communicative situation), sem er ólíkt hinum erlendu fyrirrennurum
þrátt fyrir stöðu þess sem þýðing.6
Vegna þessa hafði innlimun The Palace of Pleasure í bókmenntakerfi
Englands ekki aðeins áhrif að því leyti að einn og einn söguþráður var
tekinn upp og notaður heldur veitti það lesendum og höfundum aðgang
að mörgum mismunandi þáttum sem höfðu áhrif á bókmenntasköpun á
sextándu öld.
Uppruni efnisins
The Palace of Pleasure er safn eitthundrað og einnar þýddrar prósafrásagn-
ar, sögurnar koma úr ýmsum áttum. Um það bil þrjátíu eru úr klassísk-
um heimildum en afgangurinn er upprunninn hjá frönskum, ítölskum og
spænskum samtímahöfundum.7 Eftirfarandi tafla sýnir höfunda, verk og
líkleg útgáfuár þeirra frásagna sem Painter þýddi og safnaði saman í The
Palace of Pleasure og fjölda texta frá hverjum höfundi.8
Það er ekki alltaf ljóst úr hvaða útgáfu Painter þýddi og hann leitaði
stundum í fleiri en eina útgáfu af sömu sögu í þýðingu sinni.
Verk Painters var fyrsta raunverulega innkoma nóvellunnar sem sér-
stakrar greinar (e. genre) í hið enska bókmenntakerfi þó að eitthvað af
efninu hafi verið vel þekkt í öðrum útgáfum.9 Til dæmis var söguna um
6 Francesco Casetti, „Adaptions and Mis-adaptions: Film, Literature, and Social
Discourses“, A Companion to Literature and Film, ritstj. Robert Stam og Alessandra
Raengo, Blackwell, 2004, bls. 81–91, hér bls. 83.
7 Útgáfuár eru stundum umdeild og eru því aðeins gefin hér til að gefa grófa hug-
mynd um tímaröð og tímabil.
8 Þetta er leiðréttur listi og því eru nokkur frávik frá svipuðum listum sem má finna
m.a. í Dictionary of National Biography, sem styður sig við lista Joseph Jacobs í
útgáfu hans af Palace of Pleasure. Sá listi er hins vegar ekki alveg réttur og má finna
nákvæman og leiðréttan lista í doktorsritgerð minni.
9 Frekari upplýsingar um vísanir í nóvellur og einstaka þýðingar sjá t.d. Pruvost,
Matteo Bandello and Elizabethan Fiction; Koeppel, Studien zur Geschichte der Italien-
ischen Novelle in der Englishen Litteratur de Sechzehnten Jahrhunderts.
HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI