Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 38

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 38
37 og Guyda Armstrong bendir á í tengslum við þýðingar á Boccaccio, þá höfðu hlutfallslega færri þýðingar á nóvellum birst á ensku en á öðrum evrópskum tungumálum þegar verk Painters kom út.10 Aðeins er vitað um örfáar prósaþýðingar: Sir Thomas Elyot notaði eina sögu frá Boccaccio, „Tytus og Gesyppus“ úr Tídægru í verki sínu The Governour frá 1531.11 Nokkrar frásagnir í styttum útgáfum má finna í gamansöguritum eins og A C, mery talys sem kom út 1526 og Tales, and quicke answers sem er líklega frá 1532.12 Þessi rit eru safn stuttra gamansagna þar sem nafnlausar pers- ónur, sem kallaðar eru samheitum eins og Ekkja eða Kaupmaður, blekkja eða eru blekktar, eru kokkálaðar eða hefna þess sem gert er á hlut þeirra á hugmyndaríkan hátt. Nokkrar nóvellur í verki Painters eiga uppruna sinn í og minna á þessa gerð sagna en aðalmunurinn er að útgáfur Painters eru yfirleitt lengri, einhver tilraun er gerð til að staðsetja þær í tíma og rúmi, sumum persónunum eru gefin nöfn og frásagnarröddin er agaðri.13 Umfjöllunarefni margra frásagna sem Painter þýðir, þ.e.a.s. ást og til- hugalíf, var einnig aðalefni annarra bókmenntagreina s.s. rómansa og hirð- ljóða (e. courtly poetry). Einnig var yfirlýst markmið Painters það sama og margra annarra á tímabilinu: utile et dulce, einkunnarorð sem eiga uppruna sinn að rekja til Hórasar: að veita lestraránægju og gagnlegar fyrirmyndir til dyggðugs lífs. Að þessu leyti þjóna margar af sögunum svipuðu hlutverki og exempla–hefð miðalda. Spurningin er því, hvers vegna þetta verk varð svo áhrifamikið og vinsælt? Birtist eitthvað nýtt í því og ef svo er hvert var þá eðli nýjungarinnar? Til að svara því er nauðsynlegt að draga upp skýrari mynd af verkinu sjálfu og stöðu þess innan bókmenntakerfis tímabilsins. Í fyrsta lagi mun ég fjalla um tengsl verksins við aðrar þýðingar á nóvellum 10 Armstrong vísar í tvær þýðingar á Tídægru á þýsku fyrir 1550, tvær á frönsku (endurútgefnar fjölmörgum sinnum), fimm á spænsku, eina á katalónsku og eina á hollensku. Guyda Armstrong, The English Boccaccio: A History in Books, Toronto: University of Toronto Press, 2013, bls. 164–65. 11 Thomas Elyot, The boke named the governour, London: Tho. Bertheleti, 1531, fol. 145v–62v. 12 A C. mery talys, London: J. Rastell at Southwark for P. Treveris at the sygne of the Mermayd at Powlys gate next to chepe syde, 1526; Tales, and quicke answers very mery, and pleasant to rede, London: In Fletestrete, in the house of Thomas Berthelet, nere to the Cundite, at the sygne of Lucrece, 1532. 13 Sjá t.d. nóvellu I.36 „Andruccio“ og nóvellu I.48 „A Duke of Venice and Ricciardo“ og nóvellu II.31 „Helena of Florence“. Að sumu leyti minna þessar sögur á Chaucer og fabliaux-hefðina frá 12. og 13. öld. Það á einnig við um einstaka sögur í Tídægru samkvæmt Maria Predelli, „Fabliaux in Italy“, in Medieval Italy: An Encyclopedia, ritstj. Christopher Kleinhenz, Routledge, 2004. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.