Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 44

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Side 44
43 allar frásagnirnar og niðurstöður efnisins, og bætt við málsgreinum, sem mér hefur þótt góðar til að bæta lífið & myndun góðrar hegð- unar. Þessi umbreyting (ég kalla það ekki lengur þýðingu) mun duga til að sigra virki höfundarins.27 Verkefni hans sem þýðanda er að gera efnið nothæft og jafnvel að sigra höfundinn og texta hans. Þessi ætlun er einnig í forgrunni hjá mörgum enskum þýðendum á tímabilinu. Þeir áttu að velja texta sem gat komið að gagni og gera hann enn nothæfari í sínu nýja umhverfi. Þetta er í samræmi við hlutverk þýðandans sem milliliðs. Þýðingar eru bæði óbein endursögð orðræða, þó hún sé dulbúin sem bein orðræða, og viðbragð við áður birtum erlendum texta. Þetta þversagn- arkennda einkenni þýddra texta dregur athygli að eðli þeirra sem birting- armyndar samræðu. Þýðendur nóvellusafnanna eru í samræðu við textana sem þeir eru að þýða og það menningarlega gildismat sem textarnir bera með sér og hafa borið með sér, en auk þess í samræðu við eigin lesendur. Bæði hinn ósýnilegi þýðandi, sem setur verkið fram sem upprunalegt enskt sköpunarverk, og þýðandinn sem er áberandi sögumaður, þjóna því hlut- verki að skapa enskan texta – að yfirtaka hið erlenda og umbreyta því í eitthvað þjóðlegt. Þar sem Palace of Pleasure er safnrit er gagnlegra að beina sjónum að ritstjórnarlegum ákvörðunum varðandi verkið, byggingu þess og val á efni, auk tilrauna Painters til að móta væntingar og túlkun lesenda sinna, frekar en að hefðbundinni umfjöllun um trúnað við frumtextana eða hvað móti ákvarðanir þýðandans varðandi einstaka kafla eða orð. Form og bygging bókmenntaverka eru sérstaklega mikilvæg í miðlun gildiskerfa svo að greining á þessum einkennum textans skiptir meginmáli við að komast að því hvað ræður því hvernig hann er lesinn og skilinn. Annað mikilvægt atriði sem er í nánum tengslum við lestraraðferðir er meðvitund um bók- menntagreinar, og því er nauðsynlegt að fjalla um skilgreininguna á þess- ari nýju grein, nóvellunni, í hinu enska bókmenntakerfi.28 27 Matteo Bandello, XVIII histories tragiques,1560, þýðendur François de Belleforest og Pierre Boisteau, Lyon: Pierre Rollet, 1578, bls. 304. 28 Um áhrif þekkingar á formi, greinum og öðrum þáttum byggingar bókmenntaverka á lestraraðferðir og höfunda sjá Jonathan Culler, „Literary Competence“, Reader- Response Criticism: From Formalist to Post-Structuralism, ritstj. Jane B. Tompkins, Baltimore og London: John Hopkins University Press, 1980. Umræðu um form og bókmenntagreinar í samhengi þýðinga má finna í Gauti Kristmannsson, Literary Diplomacy I, Frankfurt am Main: Peter Lang GmbH, 2005, bls. 19–23. HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.