Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 44
43
allar frásagnirnar og niðurstöður efnisins, og bætt við málsgreinum,
sem mér hefur þótt góðar til að bæta lífið & myndun góðrar hegð-
unar. Þessi umbreyting (ég kalla það ekki lengur þýðingu) mun duga
til að sigra virki höfundarins.27
Verkefni hans sem þýðanda er að gera efnið nothæft og jafnvel að sigra
höfundinn og texta hans. Þessi ætlun er einnig í forgrunni hjá mörgum
enskum þýðendum á tímabilinu. Þeir áttu að velja texta sem gat komið að
gagni og gera hann enn nothæfari í sínu nýja umhverfi. Þetta er í samræmi
við hlutverk þýðandans sem milliliðs.
Þýðingar eru bæði óbein endursögð orðræða, þó hún sé dulbúin sem
bein orðræða, og viðbragð við áður birtum erlendum texta. Þetta þversagn-
arkennda einkenni þýddra texta dregur athygli að eðli þeirra sem birting-
armyndar samræðu. Þýðendur nóvellusafnanna eru í samræðu við textana
sem þeir eru að þýða og það menningarlega gildismat sem textarnir bera
með sér og hafa borið með sér, en auk þess í samræðu við eigin lesendur.
Bæði hinn ósýnilegi þýðandi, sem setur verkið fram sem upprunalegt enskt
sköpunarverk, og þýðandinn sem er áberandi sögumaður, þjóna því hlut-
verki að skapa enskan texta – að yfirtaka hið erlenda og umbreyta því í
eitthvað þjóðlegt.
Þar sem Palace of Pleasure er safnrit er gagnlegra að beina sjónum að
ritstjórnarlegum ákvörðunum varðandi verkið, byggingu þess og val á efni,
auk tilrauna Painters til að móta væntingar og túlkun lesenda sinna, frekar
en að hefðbundinni umfjöllun um trúnað við frumtextana eða hvað móti
ákvarðanir þýðandans varðandi einstaka kafla eða orð. Form og bygging
bókmenntaverka eru sérstaklega mikilvæg í miðlun gildiskerfa svo að
greining á þessum einkennum textans skiptir meginmáli við að komast
að því hvað ræður því hvernig hann er lesinn og skilinn. Annað mikilvægt
atriði sem er í nánum tengslum við lestraraðferðir er meðvitund um bók-
menntagreinar, og því er nauðsynlegt að fjalla um skilgreininguna á þess-
ari nýju grein, nóvellunni, í hinu enska bókmenntakerfi.28
27 Matteo Bandello, XVIII histories tragiques,1560, þýðendur François de Belleforest
og Pierre Boisteau, Lyon: Pierre Rollet, 1578, bls. 304.
28 Um áhrif þekkingar á formi, greinum og öðrum þáttum byggingar bókmenntaverka
á lestraraðferðir og höfunda sjá Jonathan Culler, „Literary Competence“, Reader-
Response Criticism: From Formalist to Post-Structuralism, ritstj. Jane B. Tompkins,
Baltimore og London: John Hopkins University Press, 1980. Umræðu um form og
bókmenntagreinar í samhengi þýðinga má finna í Gauti Kristmannsson, Literary
Diplomacy I, Frankfurt am Main: Peter Lang GmbH, 2005, bls. 19–23.
HÖLL ÁNÆGJU OG GAGNSEMI