Peningamál - 01.11.2000, Side 54

Peningamál - 01.11.2000, Side 54
3. Gagnsæi peningastefnunnar og reikningsskil seðlabanka 3.1. Stríðir sjálfstæði seðlabanka gegn lýðræðishug- takinu? Mikilvæg andmæli gegn sjálfstæði seðlabanka eru að afhending valds til hans stríði gegn lýðræðishefðinni. Stjórn peningamála yrði þannig tekin úr höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar og látin í hendur sérfræðinga sem tækju ákvarðanir óháð vilja ríkisstjórnar. Stjórn peningamála myndi því ekki sæta viðhlítandi eftirliti og ekki þurfa að standa reikningsskil gerða sinna gagnvart almenningi og kjörnum stjórnvöldum. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að ítreka að í auknu sjálfstæði seðlabanka þarf ekki að felast vald til að ákveða endanlegt markmið peningastefn- unnar án íhlutunar ríkisstjórnar. Færa má rök fyrir því að slík afhending valds geti verið óheppileg út frá lýðræðissjónarmiðum, eins og áður hefur verið fjall- að um. Það sem er átt við með auknu sjálfstæði seðla- banka er að þeir fái fullt og óskorðað vald til að beita stjórntækjum sínum á þá vegu sem þeir telja heppi- legast til að ná því markmiði sem kjörin stjórnvöld hafa sett þeim. Það fer þó ekki á milli mála að fullt tækjasjálf- stæði seðlabanka er tilfærsla á valdi frá kjörnum stjórnvöldum til seðlabanka. Stjórnmálamenn munu ekki lengur geta haft áhrif á daglega stjórn peninga- mála. Þeir munu eingöngu velja endanlegt markmið peningastefnunnar. Hvernig þessu endanlega mark- miði er náð er síðan látið í hendur pólitískt óháðs aðila, þ.e. seðlabankans. Að halda því fram að slík afhending valds sé ólýðræðisleg virðist hins vegar of þröng túlkun á lýð- ræðishugtakinu (sjá t.d. Apel og Viotti, 1998). Þrátt fyrir að lýðræðislega kjörin stjórnvöld eigi að hafa endanlegt vald í pólitískum ákvörðunum, er þar með ekki sagt að stjórnmálamenn eigi að taka allar ákvarð- anir sem teknar eru af hinu opinbera. Dæmi um sam- bærilega afhendingu valds til útvalinna sérfræðinga er dómskerfið. Öllum þykir augljóst að í lýðræðis- þjóðfélagi eigi að vera sú verkaskipting að kjörin stjórnvöld setji leikreglur dómskerfisins með laga- setningu og með því að setja kröfur um menntun, getu og óhlutdrægni þeirra sem við dómstólana starfa. Síðan er það dómstólanna að túlka og framfylgja þeim lögum, án íhlutunar kjörinna stjórnvalda. Engum dettur í hug að það sé eðlilegt að stjórnmálamenn séu að hlutast til um daglegar ákvarðanir dómstóla. Í raun er hugmyndin um sjálfstæðan seðlabanka sambærileg. Ríkisstjórnin setur leikreglurnar með því að ákveða endanlegt markmið peningastefnunn- ar. Síðan er það seðlabankans að sjá til þess að þessu markmiði sé náð án íhlutunar ríkisstjórnar. Slík verkaskipting er líklegri til að tryggja góðan árangur í hagstjórn, eins og fjallað er um að ofan, og þannig styrkja hina lýðræðislegu ákvarðanatöku fremur en að veikja hana (Apel og Viotti, 1998). 3.2. Fjöldi þeirra sem taka ákvarðanir í stjórn peningamála Ef afhenda á sjálfstæðum seðlabanka óskorðað vald til ákvörðunar peningamála þykir ekki heppilegt að mjög fáir aðilar standi að ákvörðuninni (sjá t.d. Berg og Lindberg, 2000). Þrátt fyrir að langflestir seðla- bankar séu eingöngu með einn aðalbankastjóra er mjög sjaldgæft að hann sé sá eini sem komi að form- legri ákvörðun peningamála. PENINGAMÁL 2000/4 53 19 8 55 0 10 20 30 40 50 60 Færri en 5 Milli 5 og 10 Fleiri en 10 9 30 6 43 0 10 20 30 40 50 Einstaklingur Nefnd og sameiginleg ákvörðun Nefnd og atkvæðagreiðsla Úrslit atkvæðagreiðslu birt Ákvarðanataka í peningamálum Mynd 2 Fjöldi sem tekur ákvörðun Fjöldi í peningamálaráði 50 60 50 40 30 20 10 0 40 30 20 10 0 Úrslit atkvæðagreiðslu birt Einstaklingur Nefnd og sameigin- leg ákvörðun Nefnd og atkvæða- greiðsla Færri en 5 Milli 5 og 10 Fleiri en 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.