Peningamál - 01.11.2000, Síða 63

Peningamál - 01.11.2000, Síða 63
62 PENINGAMÁL 2000/4 Hér á landi er einungis starfrækt eitt greiðslukerfi og er það nú í umsjón Fjölgreiðslumiðlunar hf. og ann- ast Reiknistofa bankanna rekstur þess. Þetta kerfi er „kerfislega mikilvægt“ og mun því falla undir kjarna- reglurnar þegar þær verða settar. Regla 1: Traustur lagalegur grunnur Búið er að setja lög hérlendis um öryggi greiðslu- fyrirmæla í greiðslukerfum sem eyða að mestu óvissu um réttarstöðu greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum við gjaldþrot þátttakanda í greiðslukerfinu. Seðlabanki Íslands hefur um all- langt skeið unnið að gerð reglna sem lúta að þeim skilyrðum sem greiðslukerfi þarf að uppfylla til að bankinn geri tillögu til viðskiptaráðherra um að greiðslukerfið verði staðfest af ráðherra og öðlist þar með staðfestingu samkvæmt lögunum. Víst er að sótt verður um að Seðlabankinn tilnefni kerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. til ráðherra. Í regl- unum verður kveðið á um kröfur til greiðslukerfa, tryggingar og ábyrgðir fyrir lúkningu uppgjörs. Með þessum reglum, reglum sem greiðslukerfi þurfa að setja sér og samningum þátttakenda við greiðslukerfið er talið að búið sé að hnýta laga- legan grundvöll þeim hnútum sem nauðsynlegir eru til að lagalegur grunnur verði talinn traustur. Ávallt verður þó að hafa þann fyrirvara á að á meðan ekki hefur formlega reynt á lög eða reglur fyrir dómstólum getur hugsanlega leikið vafi á gildi þeirra, sérstaklega þar sem mikið er undir því komið að uppgjör fari fram fljótt til að ekki komi til kerfislægs óróa eða óvissu. Regla 2: Skilningur á áhættu Skilningur íslenskra banka á áhættu í greiðslu- kerfum hefur farið vaxandi á síðustu árum, bæði vegna útgáfustarfsemi og ekki síður vegna beinn- ar þátttöku þeirra í vinnu sem tengist öryggi greiðslukerfa. Þó er ljóst að betur má gera og þarf Seðlabankinn sennilega að beita sér enn frekar á þessu sviði. Á síðari stigum þyrfti kanna skilning þátttakenda á áhættu með formlegum hætti. Regla 3: Stýring á áhættu Til þessa hefur vantað hvata til að aðilar að greiðslukerfum sinntu stýringu á áhættu sem skyldi. Á þessu verður væntanlega breyting með nýjum reglum sem Seðlabankinn setur, því að þar er kveðið á um ábyrgðarsjóð sem myndaður verður með bundnu fé og/eða með veði í verð- bréfum. Sú breyting mun þrengja nokkuð val- kosti í lausafjárstýringu bankanna og þeir munu sennilega leita allra leiða til að lækka þann kostn- að og draga úr því óhagræði sem af þessu hlýst. Í undirbúningi eru einnig breytingar á greiðslujöfn- unarkerfi Fjölgreiðslumiðlunar hf. sem munu auðvelda þátttakendum þessa vinnu, t.d. „sýndar- uppgjör“ um kl. 16:00 dag hvern. Þar með gefst þeim færi á að meta stöðu sína og grípa tímanlega til aðgerða til að bæta úr ef á þarf að halda. Þegar til lengri tíma er litið mun þetta sennilega skila sér í mun lægri neikvæðri stöðu við uppgjör og það leiðir til lægri trygginga og minni kostnaðar. Regla 4: Tímanlegt lokauppgjör samdægurs Um þessar mundir fer lokauppgjör fram að morgni næsta virka dags en fyrirhugað er að breyta þessu og er stefnt að því að sú breyting muni ná fram að ganga eigi síðar en um áramót 2001/2002. Þessi breyting er þó aðeins flóknari en ætla má og ekki er að fullu búið að leysa úr öllum flækjum. Regla 5: Greiðslujöfnunarkerfi ljúki uppgjöri þótt á móti blási Með reglum sem Seðlabankinn mun setja og Ábyrgðarsvið seðlabanka vegna kjarnareglnanna A. Seðlabanki ætti að skilgreina á skýran hátt eigin markmið varðandi greiðslukerfi og birta opinber- lega upplýsingar um hlutverk sitt og helstu stefnu- mið með tilliti til mikilvægra greiðslukerfa. B. Seðlabanki ætti að tryggja að kerfi sem hann starf- rækir starfi í samræmi við kjarnareglurnar. C. Seðlabanki ætti að hafa tilsjón með því hvernig greiðslukerfi sem hann starfrækir ekki fara eftir kjarnareglunum og ætti að hafa yfir að ráða nauð- synlegu valdi til að framfylgja þeirri tilsjón. D. Seðlabanki ætti að hafa samstarf við aðra seðla- banka og önnur viðeigandi innlend eða erlend yfir- völd við að stuðla að öryggi og hagkvæmni greiðslu- kerfa á grundvelli kjarnareglnanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.