Peningamál - 01.11.2011, Side 34

Peningamál - 01.11.2011, Side 34
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 34 Hagvöxtur drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda Gert er ráð fyrir nokkuð kröftugum vexti landsframleiðslunnar á þriðja ársfjórðungi en þá er gert ráð fyrir að hún aukist um 3,2% milli fjórð- unga að teknu tilliti til árstíðarsveiflu. Það samsvarar hátt í 5% vexti milli ára. Vöxturinn verður að meginhluta drifinn áfram af miklum vexti útflutnings og fjárfestingar. Spáð er að hagvöxtur verði 3,1% í ár, sem er 0,3 prósentum meiri hagvöxtur en spáð var í ágúst. Betri hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár helgast aðallega af hagstæðari utanríkis- viðskiptum, eins og rakið er hér að framan. Megindrifkraftur hagvaxtar á þessu ári er innlend eftirspurn drifin áfram af einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu. Seinna á spá- tímanum er í raun svipaða sögu að segja: hagvöxturinn endurspeglar að langmestu leyti vöxtinn í þessum tveimur liðum þótt önnur fjárfest- ing muni einnig aukast. Á næsta ári er spáð 2,3% hagvexti sem er 0,7 prósentum meiri vöxtur en spáð var í ágúst. Þar leggjast á eitt meiri vöxtur innlendrar eftirspurnar og hagstæðari utanríkisviðskipti. Spáð er svipuðum hagvexti árin 2013-2014 eða að meðaltali um 2½% á ári. Horfur fyrir árið 2013 hafa því versnað frá því í ágúst þegar spáð var 3,7% hagvexti það ár. Vegur þar þyngst minni fjárfesting í orkufrekum iðnaði, auk þess sem framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er heldur óhagstæðara. Jafnvægisatvinnuleysi talið hafa aukist meira en áður var talið Með framleiðslugetu er átt við framleiðslu sem samsvarar hámarksnýt- ingu framleiðsluþátta án þess að af hljótist þrýstingur á verð- og kaup- lag. Eins og rætt hefur verið um í fyrri Peningamálum verður matið óvissara í kjölfar fjármálakreppu en að jafnaði, bæði vegna þeirra áhrifa sem mikið og langvinnt atvinnuleysi kann að hafa á vinnumarkaðinn auk þess sem viðbrögð stjórnvalda við slíkum aðstæðum kunna að hafa áhrif á jafnvægi á vinnumarkaði. Hluti fjármagnsstofnsins kann einnig að fara forgörðum, atvinnuþátttaka að minnka og hluti vinnu- aflsins að hverfa af landi brott. Eins og rakið er í rammagrein IV-1 er talið að framleiðslugeta þjóðarbúsins hafi rýrnað um hátt í 4% á árunum 2008-2010. Um það mat ríkir þó töluverð óvissa. Eins og í fyrri spám bankans er talið að jafnvægisatvinnuleysi hafi aukist í kjölfar fjármálakreppunnar (sjá nánari umfjöllun í kafla VI). Það felur í sér, að öðru óbreyttu, að þrýstingur á laun og verðbólgu myndast við hærra atvinnuleysi en fyrir kreppuna. Í spánni núna er talið að aukning jafnvægisatvinnuleysis sé heldur meiri en búist var við í ágúst þar sem framangreindir þættir vegi þyngra auk þess sem launa- og verðbólguþrýstingur hefur verið meiri en gert var ráð fyrir miðað við stöðu hagsveiflunnar. Slakinn á vinnumarkaði er því álitinn minni en áður var talið og því getur verðbólguþrýstingur myndast við hærra atvinnuleysisstig en í fyrri spám bankans. Áfram slaki í þjóðarbúinu fram á árið 2014 Þótt slakinn í þjóðarbúskapnum sé álitinn nokkru minni en í ágúst- spánni er enn nokkur slaki til staðar. Nú er talið að slakinn á þriðja fjórðungi hafi verið rúmlega 2%, sem er tæplega 1 prósentu minni slaki en áætlað var í ágúst. Slakinn hefur jafnframt minnkað nokkuð hratt, en fyrir ári var hann um 4½%. Mynd IV-19 Framleiðsluspenna og atvinnuleysi 1990-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði) % af vinnuafli -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-18 Hagvöxtur og framlag undirliða 2000-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘14‘12‘02‘00 ‘13‘04 ‘11‘10‘08‘06‘05 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Hagvöxtur ‘01 ‘03 ‘07 ‘09

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.