Peningamál - 01.11.2011, Síða 34

Peningamál - 01.11.2011, Síða 34
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 34 Hagvöxtur drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda Gert er ráð fyrir nokkuð kröftugum vexti landsframleiðslunnar á þriðja ársfjórðungi en þá er gert ráð fyrir að hún aukist um 3,2% milli fjórð- unga að teknu tilliti til árstíðarsveiflu. Það samsvarar hátt í 5% vexti milli ára. Vöxturinn verður að meginhluta drifinn áfram af miklum vexti útflutnings og fjárfestingar. Spáð er að hagvöxtur verði 3,1% í ár, sem er 0,3 prósentum meiri hagvöxtur en spáð var í ágúst. Betri hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár helgast aðallega af hagstæðari utanríkis- viðskiptum, eins og rakið er hér að framan. Megindrifkraftur hagvaxtar á þessu ári er innlend eftirspurn drifin áfram af einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu. Seinna á spá- tímanum er í raun svipaða sögu að segja: hagvöxturinn endurspeglar að langmestu leyti vöxtinn í þessum tveimur liðum þótt önnur fjárfest- ing muni einnig aukast. Á næsta ári er spáð 2,3% hagvexti sem er 0,7 prósentum meiri vöxtur en spáð var í ágúst. Þar leggjast á eitt meiri vöxtur innlendrar eftirspurnar og hagstæðari utanríkisviðskipti. Spáð er svipuðum hagvexti árin 2013-2014 eða að meðaltali um 2½% á ári. Horfur fyrir árið 2013 hafa því versnað frá því í ágúst þegar spáð var 3,7% hagvexti það ár. Vegur þar þyngst minni fjárfesting í orkufrekum iðnaði, auk þess sem framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er heldur óhagstæðara. Jafnvægisatvinnuleysi talið hafa aukist meira en áður var talið Með framleiðslugetu er átt við framleiðslu sem samsvarar hámarksnýt- ingu framleiðsluþátta án þess að af hljótist þrýstingur á verð- og kaup- lag. Eins og rætt hefur verið um í fyrri Peningamálum verður matið óvissara í kjölfar fjármálakreppu en að jafnaði, bæði vegna þeirra áhrifa sem mikið og langvinnt atvinnuleysi kann að hafa á vinnumarkaðinn auk þess sem viðbrögð stjórnvalda við slíkum aðstæðum kunna að hafa áhrif á jafnvægi á vinnumarkaði. Hluti fjármagnsstofnsins kann einnig að fara forgörðum, atvinnuþátttaka að minnka og hluti vinnu- aflsins að hverfa af landi brott. Eins og rakið er í rammagrein IV-1 er talið að framleiðslugeta þjóðarbúsins hafi rýrnað um hátt í 4% á árunum 2008-2010. Um það mat ríkir þó töluverð óvissa. Eins og í fyrri spám bankans er talið að jafnvægisatvinnuleysi hafi aukist í kjölfar fjármálakreppunnar (sjá nánari umfjöllun í kafla VI). Það felur í sér, að öðru óbreyttu, að þrýstingur á laun og verðbólgu myndast við hærra atvinnuleysi en fyrir kreppuna. Í spánni núna er talið að aukning jafnvægisatvinnuleysis sé heldur meiri en búist var við í ágúst þar sem framangreindir þættir vegi þyngra auk þess sem launa- og verðbólguþrýstingur hefur verið meiri en gert var ráð fyrir miðað við stöðu hagsveiflunnar. Slakinn á vinnumarkaði er því álitinn minni en áður var talið og því getur verðbólguþrýstingur myndast við hærra atvinnuleysisstig en í fyrri spám bankans. Áfram slaki í þjóðarbúinu fram á árið 2014 Þótt slakinn í þjóðarbúskapnum sé álitinn nokkru minni en í ágúst- spánni er enn nokkur slaki til staðar. Nú er talið að slakinn á þriðja fjórðungi hafi verið rúmlega 2%, sem er tæplega 1 prósentu minni slaki en áætlað var í ágúst. Slakinn hefur jafnframt minnkað nokkuð hratt, en fyrir ári var hann um 4½%. Mynd IV-19 Framleiðsluspenna og atvinnuleysi 1990-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði) % af vinnuafli -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-18 Hagvöxtur og framlag undirliða 2000-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘14‘12‘02‘00 ‘13‘04 ‘11‘10‘08‘06‘05 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Hagvöxtur ‘01 ‘03 ‘07 ‘09
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.