Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 6

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 6
4 GLÓÐAFEYKIR Ekki var stofnun kaupfélagsins fyrsta tilraun Skagfirðinga til verslunar á félagslegum grundvelli. Áður höfðu nokkrar tilraunir verið gerðar í þessa átt en varað stutt. Þótt þessar tilraunir mistækjust að því leyti að félögin urðu skammlíf, var brautryðjendastarfið hafið og varð ekki stöðvað. Á áratugnum fyrir stofnun félagsins var hafm öflug vakning með þjóðinni til frelsis, jafnt á sviði stjórnmála sem efnahagsmála og þá ekki síst hvað varðaði verslunina, sem víðast var í höndum danskra selstöðukaupmanna eða arftaka þeirra. Þannig er í örstuttu máli forsagan að stofnun Kaupfélags Skagfírðinga. Til að byrja með voru umsvif félagsins ekki mikil, aðeins pöntunarviðskipti, en samkeppni við kaupmenn, sem fyrir voru, hörð og oft óvægin. En félagið komst yfir örðugleikana og óx smám saman fiskur um hrygg. Það lét til sín taka á æ fleiri sviðum og er fyrir löngu orðið langstærsta fyrirtæki í Skagafjarðarsýslu og nær félagssvæði þess nú yfir allt héraðið eftir sameiningu Kaupfélags Austur-Skagfirðinga og síðar Samvinnufélags Fljótamanna við það. Starfsemi félagsins er fjölbreytileg því jafnan hefur verið mikill þrýstingur á það frá félagsmönnum og fleirum að kaupfélagið kæmi á fót eða gerðist þátttakandi í nýjum atvinnurekstri. Má þar nefna auk verslunarinnar og afsetningar og úrvinnslu landbúnaðarafurða, sem frá upphafi hefur verið megin viðfangsefni félagsins, aukin þátttaka í iðnaði en þó sérstaklega í útgerð og fiskvinnslu, sem hefur aukið fjölbreytni og raunar orðið ein af styrkustu stoðum atvinnulífsins við Skagafjörð. Nú um nokkurt skeið hefur landsbyggðin og hinn margháttaði atvinnurekstur þar átt mjög undir högg að sækja svo sem alkunnugt er. Kemur þar margt til, sem ekki verður reynt að skilgreina hér. Vonandi er, að mestu erfiðleikarnir séu að baki, enda þjóðarnauðsyn, að ekki fari verr en orðið er. Ekki hafa kaupfélögin, og þar á meðal Kaupfélag Skagfirðinga, farið varhluta af þessari óheillaþróun. Þessi efnahagskreppa, auk annarra þjóðlífsbreytinga, hefur krafist endurmats á starfseminni og aukins aðhalds í rekstri til að mæta nýjum og breyttum aðstæðum. Þrátt fyrir þennan, vonandi tímabundna mótbvr, er félagið nú mjög öflugt og stendur traustum fótum bæði félagslega og efnahagslega. Kaupfélag Skagfirðinga hefur jafnan búið við starfsmannalán og

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.