Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 12
10
GLÓÐAFEYKIR
kaupfélaganna og Sambandsins undanfarið. Þróun efnahagsmála
hefur verið óhagstæð. Mikil breyting hefur orðið í landbúnaði, hár
fjármagnskostnaður hefur lagst þungt á allan rekstur. Þá hefur það
valdið vonbrigðum, hve mörg fyrirtæki samvinnumanna í sjávarútvegi
hafa lent í miklum erfiðleikum. Bundnar voru miklar vonir við þessi
fyrirtæki, bæði hvað varðar rekstrarafkomu og einnig hvað varðar þátt
þeirra í uppbyggingu atvinnulífsins vítt og breitt um landið. Þá má
ekki gleyma hinum mikla rekstrarhalla Sambandsins. Hann hlýtur að
vera samvinnumönnum mjög mikið áhyggjuefni. Það þolir reyndar
litla bið að rekstri Sambandsins verði komið í rétt horf. Þetta er sagt
ekki bara Sambandsins vegna heldur einnig vegna sjálfrar
samvinnuhreyfingarinnar. Slíku lykilhlutverki gegnir Sambandið í
samvinnuhreyfingunni. Það er ekki of sagt að Sambandið sé fjöregg
hreyfingarinnar.
En hvað er þá til bragðs að taka til að rétta við hlut
samvinnuhreyfingarinnar? Ég held að engar einfaldar lausnir séu til
lausnar vandanum enda staða hinna einstöku samvinnufélaga mjög
misjöfn. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að mikillar aðlögunar er
nú þörf innan samvinnuhreyfingarinnar, aðlögunar að síbreytilegri
þjóðfélagsþróun. Nýjar kröfur verður að gera um skilvirka stjórnun.
Skipulag starfsgreina verður að aðlaga hinum breytta markaði.
Aðlögunin er margþætt og hún verður að vera markviss, gerð eftir vel
undirbúnum áætlunum í hverju kaupfélagi, samstarfsfyrirtækjum
þeirra og einnig og ekki síður í Sambandinu og dótturfyrirtækjum
þess. Taka verður fjármagnsuppbyggingu samvinnufélaganna til
gagngerrar skoðunar með það fyrir augum að opna fyrir innstreymi
áhættufjármagns inn í kaupfélögin. Slíkt gæti gengt tvöföldu
hlutverki; hjálpað til að efla eiginfjárstöðu félaganna og þar með bæta
lausafjárstöðuna og svo jafnframt að gefa félagsmönnum kost á nýjum
valkosti ávöxtunar á sparifé. Þá kæmi þriðja atriðið líka inn í myndina.
Innstreymi áhættufjármagns myndi veita aukið aðhald við stjórnun á
rekstri félaganna.
Beinast liggur við að gefin væru út samvinnustofnbréf sem gætu
gengið kaupum og sölum. Bréfunum fylgdi enginn atkvæðisréttur. Ég
tel það ekki neitt vandamál að finna heppilegt form fyrir
samvinnustofnbréfin, þannig að þau röskuðu ekki grundvallarreglum
samvinnufélaganna.
En um leið og framkvæmd er aðlögun samvinnustarfsins að
síbreytilegum þjóðfélagsháttum, verða samvinnumenn að gera sér