Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 13

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 13
GLOÐAFEYKIR 11 grein fyrir því, að samvinnustarf er ekki bara kaupsýsla, enda þótt á þeim vettvangi verði samvinnufélögin að standa keppinautum sínum á sporði. Samvinnufélögin eru að öðrum þræði félagstnálahreyfing. Með því að gerast félagsmenn í samvinnufélögum taka menn höndum saman til þess að leysa sameiginlega verkefni er varða hagsmuni félagsmannanna. Félagsmannavitundin þarf að vera til staðar. Hana verður að efla. Nýta verður fjölmiðlatæknina til þess að vekja áhuga og metnað félagsmanna fyrir framgangi samvinnustefnunnar. Ég held að í dag sé sérstakur jarðvegur fyrir aukinn áhuga félagsmanna, vegna þess að starfsemi samvinnufélaganna úti á landsbyggðinni er ein megin forsenda byggðar í flestum héruðum. Það er hins vegar alveg ljóst, að rekstur samvinnufélaganna verður að geta staðist samkeppni keppinautanna. Öflugt félagsmálastarf getur þess vegna, ef vel er á haldið, styrkt stöðu samvinnufélaganna á viðskiptasviðinu. Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið í hópi stærstu kaupfélaga landsins. Félagið hefur haft með höndum margþætta starfsemi, sem lagt hefur grundvöll að eflingu byggðar á félagssvæði sínu, og þá ekki síst í þéttbýliskjörnunum. Nú þegar hallað hefur undan fæti í efnahagsmálunum hefur komið betur í ljós en áður, hversu þýðingarmiklu hlutverki kaupfélögin gegna í efnahagslífi okkar Islendinga. Þau eru víðast hvar sannir burðarásar byggðanna. Nú mega samvinnumenn ekki missa móðinn þótt á móti blási. Hin neikvæða umræða um efnahagsmálin má ekki verða til þess að draga kjark úr mönnum. Þjóðin er að ganga í gegnum hreinsunareld efnahagslega, eftir að þenslubólan sem mest gerði vart við sig á höfuðborgarsvæðinu er sprungin. Nú ríður á því að vel sé haldið um stjórnvöl í samvinnuhreyfingunni svo menn komi skipum sínum heilum í höfn. Ég óska Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með aldarstarfið. Megi það á nýrri öld halda áfram að vera Skagfirðingum stoð og stytta, sannur burðarás í byggðum Skagafjarðar.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.