Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 13

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 13
GLOÐAFEYKIR 11 grein fyrir því, að samvinnustarf er ekki bara kaupsýsla, enda þótt á þeim vettvangi verði samvinnufélögin að standa keppinautum sínum á sporði. Samvinnufélögin eru að öðrum þræði félagstnálahreyfing. Með því að gerast félagsmenn í samvinnufélögum taka menn höndum saman til þess að leysa sameiginlega verkefni er varða hagsmuni félagsmannanna. Félagsmannavitundin þarf að vera til staðar. Hana verður að efla. Nýta verður fjölmiðlatæknina til þess að vekja áhuga og metnað félagsmanna fyrir framgangi samvinnustefnunnar. Ég held að í dag sé sérstakur jarðvegur fyrir aukinn áhuga félagsmanna, vegna þess að starfsemi samvinnufélaganna úti á landsbyggðinni er ein megin forsenda byggðar í flestum héruðum. Það er hins vegar alveg ljóst, að rekstur samvinnufélaganna verður að geta staðist samkeppni keppinautanna. Öflugt félagsmálastarf getur þess vegna, ef vel er á haldið, styrkt stöðu samvinnufélaganna á viðskiptasviðinu. Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið í hópi stærstu kaupfélaga landsins. Félagið hefur haft með höndum margþætta starfsemi, sem lagt hefur grundvöll að eflingu byggðar á félagssvæði sínu, og þá ekki síst í þéttbýliskjörnunum. Nú þegar hallað hefur undan fæti í efnahagsmálunum hefur komið betur í ljós en áður, hversu þýðingarmiklu hlutverki kaupfélögin gegna í efnahagslífi okkar Islendinga. Þau eru víðast hvar sannir burðarásar byggðanna. Nú mega samvinnumenn ekki missa móðinn þótt á móti blási. Hin neikvæða umræða um efnahagsmálin má ekki verða til þess að draga kjark úr mönnum. Þjóðin er að ganga í gegnum hreinsunareld efnahagslega, eftir að þenslubólan sem mest gerði vart við sig á höfuðborgarsvæðinu er sprungin. Nú ríður á því að vel sé haldið um stjórnvöl í samvinnuhreyfingunni svo menn komi skipum sínum heilum í höfn. Ég óska Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með aldarstarfið. Megi það á nýrri öld halda áfram að vera Skagfirðingum stoð og stytta, sannur burðarás í byggðum Skagafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.