Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 17
GLOÐAFEYKIR
15
Við afgreiðslu í Gránu.
og fært út kvíarnar jafnt og þétt og verið í forystusveit fyrir framfara-
og hagsmunamálum héraðsbúa. Ég man sem drengur að verslunin var
í einni lítilli búð. Þar störfuðu tveir afgreiðslumenn, en sekkjavara var
afgreidd í pakkhúsi. Tvær skrifstofukytrur voru suður af búðinni.
Kaupfélagsstjórinn, Sigfús Jónsson, í annarri, en Guðmundur
Sveinsson fulltrúi K.S. um áratugi í hinni. Þessir menn höfðu óhemju
þjálfun í að leggja saman í huganum og á blaði. Þá þekktust
skrifstofuvélar ekki í Skagafirði og þær sáust ekki á skrifstofum
kaupfélagsins fyrr en um 1940. Þeir lögðu saman heilu blaðsíðurnar
með ótrúlegum hraða og nákvæmni. Mér er minnisstætt hvernig
Guðmundur Sveinsson hreinlega flaug áfram næstum því jafn hratt og
að þar væri samlagningarvél að verki og það skakkaði heldur ekki svo
miklu í útreikningum hans.
Nú eru breyttir tímar. Kaupfélagið rekur verslunina í hinni nýju og
glæsilegu Skagfirðingabúð, skrifstofurnar eru á hæðinni fyrir ofan
búðina, vel búnar tækjum og tölvuvæddar samkvæmt ströngustu
nútíma kröfum. Einnig er rekin byggingavöruverslun á Eyrinni,
sláturhús, verkstæði og svo mætti áfram telja. Auk verslunarinnar hér
á Sauðárkróki rekur K.S. útibú á Ketilási í Fljótum, á Hofsósi og í
Varmahlíð. Þetta er mikil þróun. Frá lítilli verslun og tveim smáum