Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 18

Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 18
16 GLOÐAFEYKIR skrifstofum til stórfvrirtækis, sem sinnir verslun. þjónustu og fjölbreyttn atvinnuuppbyggingu um allt héraðið. Eg man vel kaupfélagsstjórana Sigfús Jónsson og Sigurð Þórðarson sem veittu kaupfélaginu forstöðu áður en ég fór að vinna þar. Sigurður var skarpgáfaður maður og fjölhæfur. Undir hans stjórn jók kaupfélagið hlutdeild sína í verslun héraðsins og hann re\mdist keppinautum sínum erfiður andstæðingur. Virðuleiki Sigfúsar ásamt mikilli stjórnsemi og skipulagshæfileikum er ógleymanlegur. Hann lagði grundvöll að núverandi skipulagi K.S. Sveinn Guðmundsson hóf störf hjá kaupfélaginu árið 1946, sama ár og ég. Hann var harðduglegur maður sem hafði næman skilning á fjármálum og stýrði félaginu um aldarfjórðungs skeið. Er hann hætti tók við Helgi Rafn Traustason sem verið hafði fulltrúi Sveins um árabil. En Helgi féll frá óvænt og langt fyrir aldur fram. Eftirmaður Helga var Ólafur Friðriksson, hann hætti hér störfum á síðastliðnu vori og tók við embætti framkvæmdastjóra verslunardeildar SÍS. Helgi og Ólafur héldu áfram því sóknarstarfi sem fyrirrennarar þeirra höfðu staðið fyrir. Þórólfur Gíslason núverandi kaupfélagsstjóri er því sá fjórði sem að ég vinn hjá fyrir Kaupfélag Skagfirðinga.” „...og vertu blessaður og sæll” Þú hefur starfað með mörgum hér í gegnum tíðina. Hverjir finnast þér minnisstæðastir? ,,Þeir eru fleiri en einn og það væri of langt mál að telja þá upp hér. Kannski er það minnisverðast hvað kaupfélaginu hefur jafnan lánast að eiga gott og áhugasamt starfsfólk í gegnum tíðina. Sjálfsagt muna margir til dæmis Jón Björnsson sem var deildarstjóri Gránu í yfir þrjátíu ár. Hann taldi vinnutíma sinn ekki í klukkustundum heldur mat þörfina á að skila sem mestu og bestu verki hverju sinni. Jón var jafnan tilbúinn að sinna kvabbi viðskiptavina, svo að segja á hvaða tíma sólarhringsins sem var. Það var eitt sinn að loknum aðalfundi K.S. að Magnús heitinn Gíslason frá Vöglum var eitthvað seinn fyrir að versla (hann hafði kannski verið að njóta lífsins með félögum sínum). Hann kvaddi dyra hjá Jóni og bað um afgreiðslu, sem reyndist auðsótt mál þó komið væri fast að háttatíma. Magnús kunni vel að meta þessa fyrirgreiðslu Jóns og þakkaði honum stórlega. Um leið og hann gengur út úr dyrunum snýr hann sér við og segir við Jón:„ Þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.