Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 23
GLOÐAFEYKIR
21
Magnús H. Sigurjónsson:
Stiklur í 100 ár
Samvinnuhreyfingin festir rætur á íslandi á síðari hluta 19. aldar.
Hún er talin eiga upptök sín í Englandi og fyrsta kaupfélagið var
stofnað 1844 af nokkrum fátækum vefurum í smábænum Rochdale,
en sá bær var talinn einhver aumasta og óþrifalegasta bæjarholan
meðal allra hinna fátæku iðnhverfa á þessum slóðum og þá er mikið
sagt, því víða var fátækt eða öllu heldur örbirgð.
Ur slíkum jarðvegi er talið að fyrsti samvinnugróðurinn hafi vaxið.
Það er því varla tilviljun að samvinnuhreyfingin festir rætur í íslensku
þjóðlífi einmitt á þeim árum þegar hin mesta óáran ríkti bæði hvað
varðaði tíðarfar og verslunarmálin almennt. Fátækt landsmanna var
slík að almenningur átti minna en ekki neitt. Hungurvofan var sífellt
til staðar, ef eitthvað bar útaf og fólk háði endalausa baráttu við að
hafa í sig og á.
Við þessar aðstæður var Kaupfélag Skagfirðinga stofnað.
Formlegur stofnfundur var haldinn þriðjudaginn 23. apríl 1889.
Ólafur Briem alþingismaður á Álfgeirsvöllum boðaði til þessa
stofnfundar með ýmsum deildarstjórum hins gamla pöntunarfélags
Húnvetninga og Skagfirðinga, eins og segir í fundargerð. Auk Ólafs
Briem eru skráðir fulltrúar 11 hreppa á stofnfundinum. Eru það allt
hreppar í Skagafirði auk Bólstaðarhlíðarhrepps.
Ólafur Briem ásamt Erlendi Pálmasyni í Tungunesi hafði áður
staðið fyrir stofnun svonefnds Coghillsfélags í júní 1885. Því félagi
vegnaði ekki vel og áfundi 4. des. 1888, hafa Skagfirðingar endanlega
ákveðið að hætta viðskiptum við Coghill, en stofna í stað þess
kaupfélag og snúa sér til Louis Zöllner, að hætti annarra félaga með
svipuðu sniði.
Á stofnfundi kaupfélagsins voru samþykktar, auk lagafrumvarps,
reglur um vörupöntun í tíu greinum og fjársölu í tólf greinum, sem