Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 25

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 25
GLOÐAFEYKIR 23 Samband kaupfélaganna Þrátt fyrir alla erfiðleika virðast bændur hafa haldið ró sinni og ekki misst kjarkinn. Á aðalfundi kaupfélagsins 1892, kom tillaga frá deildarstjóra Lýtingsstaðahrepps, um að formanni félagsins sé falið að hlutast til um, að sambandi sé komið á milli hinna íslensku kaupfélaga. Á fundi 31. maí sama ár skýrir formaður frá árangri tilraunar hans til að stofna Samband kaupfélaganna og 7. febrúar 1893 er skráð í gerðabók, að kjörnir fulltrúar frá Kf. Skagfirðinga, Kf. Þingeyinga og Kf. Eyfirðinga haFi haldið fund á Oddeyri um þetta mál og var á aðalfundi K.S. 1893 kosinn einn maður til að mæta á fyrirhugaðan Sambandsfund næsta sumar. Kosningu hlaut Pálmi Pétursson á Skiðastöðum. Enda þótt tilraun þessi til stofnunar Sambandsins entist ekki nema í nokkur ár, og það yrðu síðan Þingeyingar, sem fengu heiðurinn af því að stofna Samband hinna þingeysku kaupfélaga, sem síðan varð Samband ísl. samvinnufélaga, þá sýnir þetta, að frumherjarnir hér í Skagafirði stefndu hátt og dreymdi stóra drauma í verslunarmálum landsmanna, en hugsuðu ekki eingöngu um eigið skinn. I þessu sambandi má vitna í aðalfundargerð K.S. 19. janúar 1897, en þá eru fimm ár liðin frá því að fyrst var hreyft hugmyndum um stofnun Sambands kaupfé/aganna, en þar segir: Stungið er upp á, að fundurinn sendi áskorun til Sambandsfundar kaupfélaganna um að taka til íhugunar hvort ekki væru líkur til, að það yrði félögunum til hagnaðar, að þau slægju sér saman og útveguðu sér sameiginlega erindreka, helst innlendan, sem stjórn Sambandsins gjörði síðan glögga samninga við um skyldur hans og réttindi, laun og reikningsskil. Með öðrum orðum, að hann verði beinlínis starfsmaður kaupfélaganna með einum ákveðnum launum ogvarþettasamþykktí einu hljóði. Á fundi 17. febrúar 1899 er Ólafur Briem kosinn fulltrúi K.S. á Sambandsfundinn. Sláturfélagið Eins og fyrr segir voru miklir erFiðleikar hjá kaupfélaginu eftir að tók fyrir útflutning lifandi sauðfjár. Voru ýmsar leiðir reyndar, sem komið gætu í stað sauðasölunnar. Á aðalfundi 6. mars 1903 er tekin fyrir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.