Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 25

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 25
GLOÐAFEYKIR 23 Samband kaupfélaganna Þrátt fyrir alla erfiðleika virðast bændur hafa haldið ró sinni og ekki misst kjarkinn. Á aðalfundi kaupfélagsins 1892, kom tillaga frá deildarstjóra Lýtingsstaðahrepps, um að formanni félagsins sé falið að hlutast til um, að sambandi sé komið á milli hinna íslensku kaupfélaga. Á fundi 31. maí sama ár skýrir formaður frá árangri tilraunar hans til að stofna Samband kaupfélaganna og 7. febrúar 1893 er skráð í gerðabók, að kjörnir fulltrúar frá Kf. Skagfirðinga, Kf. Þingeyinga og Kf. Eyfirðinga haFi haldið fund á Oddeyri um þetta mál og var á aðalfundi K.S. 1893 kosinn einn maður til að mæta á fyrirhugaðan Sambandsfund næsta sumar. Kosningu hlaut Pálmi Pétursson á Skiðastöðum. Enda þótt tilraun þessi til stofnunar Sambandsins entist ekki nema í nokkur ár, og það yrðu síðan Þingeyingar, sem fengu heiðurinn af því að stofna Samband hinna þingeysku kaupfélaga, sem síðan varð Samband ísl. samvinnufélaga, þá sýnir þetta, að frumherjarnir hér í Skagafirði stefndu hátt og dreymdi stóra drauma í verslunarmálum landsmanna, en hugsuðu ekki eingöngu um eigið skinn. I þessu sambandi má vitna í aðalfundargerð K.S. 19. janúar 1897, en þá eru fimm ár liðin frá því að fyrst var hreyft hugmyndum um stofnun Sambands kaupfé/aganna, en þar segir: Stungið er upp á, að fundurinn sendi áskorun til Sambandsfundar kaupfélaganna um að taka til íhugunar hvort ekki væru líkur til, að það yrði félögunum til hagnaðar, að þau slægju sér saman og útveguðu sér sameiginlega erindreka, helst innlendan, sem stjórn Sambandsins gjörði síðan glögga samninga við um skyldur hans og réttindi, laun og reikningsskil. Með öðrum orðum, að hann verði beinlínis starfsmaður kaupfélaganna með einum ákveðnum launum ogvarþettasamþykktí einu hljóði. Á fundi 17. febrúar 1899 er Ólafur Briem kosinn fulltrúi K.S. á Sambandsfundinn. Sláturfélagið Eins og fyrr segir voru miklir erFiðleikar hjá kaupfélaginu eftir að tók fyrir útflutning lifandi sauðfjár. Voru ýmsar leiðir reyndar, sem komið gætu í stað sauðasölunnar. Á aðalfundi 6. mars 1903 er tekin fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.