Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 39

Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 39
GLÓÐAFEYKIR 37 formlega gengið frá henni í framhaldi af því. Útibúið í Fljótum Samvinnufélag Fljótamanna var stofnað 17. september 1919 að Stórholti í Holtshreppi. Meginverkefni þess var eins og annarra slíkra félaga að útvega félagsmönnum nauðsynjavörur og koma afurðum bænda í verð. Það reisti snemma sláturhús og var sauðfé Fljótamanna slátrað þar allt til 1934. Ekki var frystihús reist samtímis sláturhúsinu, en ekki liðu mörg ár þar til því var komið upp. Arið 1934 eyðilagðist sláturhúsið í miklu hafróti sem skall á Haganesvíkinni og sópaði burtu sláturhúsinu ásamt fleiri mannvikjum. Samvinnufélag Fljótamanna og Kf. Austur-Skagfirðinga stofnuðu Kjötbúð Siglufjarðar og rak það fyrirtæki sláturhús. Þar slátruðu Fljótamenn fé sínu á árunum frá 1934 til 1949, eða þar til þeir endurreistu sláturhúsið í Haganesvík. Það var í notkun þar til 1973, en síðustu þrjú árin hafði K.S. húsið á leigu. Stór þáttur í starfsemi Samvinnufélags Fljótamanna var afgreiðsla flutningaskipa, bæði skipa Eimskipafélagsins og ríkisskipa auk flóabátsins Drangs, en hann kom í Haganesvík tvisvar í viku, allt til ársins 1964. Skip Eimskipafélagsins höfðu síðast viðkomu í Haganesvík árið 1947. Þessar skipakomur voru þeim mun nauðsynlegri fyrir byggðarlagið, þar sem samgöngur á landi voru erfiðar og engar langtímum saman yfir vetrartímann. Þess má geta að þegar Skeiðsfossvirkjun var byggð á árunum 1944 og 1945 var öllu efni til virkjunarframkvæmdanna skipað upp í Haganesvík. Forystumenn samvinnuhreyfingarinnar gerðu sér fljótt grein fyrir því, að smáar einingar í samvinnustarfinu voru erfiðar í rekstri og ekki vel í stakk búnar til að mæta harðri samkeppni. Því var það, að strax árið 1947 var í alvöru farið að ræða um sameiningu allra samvinnufélaganna í Skagafirði. En svo liðu 20 ár, þar til umræðan fór aftur í gang. Þá hófust viðræður um sameiningu K.S. og Samvinnufélags Fljótamanna. Var tillaga um það felld í allsherjaratkvæðagreiðslu um málið 1969. Nokkru síðar var á ný farið að ræða um sameiningu K.S. og Samvinnufélags Fljótamanna. Opnaði K.S. verslun í Haganesvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.