Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 40
38
GLÓÐAFEYKIR
sumarið 1977, en ári síðar setti það upp útibú á Ketilási. Árið 1981,27.
febrúar, var svo sameiningin formlega samþykkt á sameiginlegum
stjórnarfundi félaganna.
Utibú K.S. í Fljótum, sér Fljótamönnum fyrir algengustu
dagvörum, auk þess að þjóna ferðamönnum, sem í síauknum mæli
eiga leið um þessa fallegu sveit.
Lokaorð
Ekki er meiningin að gera öllum þáttum í starfsemi kaupfélagsins
skil í þessum sundurlausu stiklum. Enda er margs ógetið. Má þar
nefna fóðurblöndunarstöð og kaup á graskögglaverksmiðjunni í
Vallhólmi og reksturs hennar. Þátttaka í ýmsum fyrirtækjum, svo sem
Steinullarverksmiðjunni, Steypustöð Skagafjarðar og fleira mætti
nefna.
Flutningastarfsemi er stór þáttur í rekstrinum og er félagið einn af
hluthöfum í Landflutningum h.f. í Reykjavík.
Ekki hefur heldur verið getið þess fjárhagslega stuðnings sem veittur
hefur verið ýmsum menningar- og framfaramálum í bæ og héraði.
Þegar litið er yfir sögusviðið mun koma í ljós, að saga kaupfélagsins
er svo samtvinnuð lífsbaráttu félagsmanna, að þar verður ekki skihð á
milli.
Afkoma kaupfélagsins á erfiðleikatímum endurspeglar kjör
félagsfólksins. Það má segja, að kaupfélagið hafi verið sálin í
samfélaginu.
Hvort þetta á við í dag er erfitt að meta, en hitt er víst, að sá sem
hefur stóra sál á léttara með að sigrast á mótlætinu.
Tekið saman í febrúar 1989.
Magnús H. Sigurjónsson.