Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 42

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 42
40 GLÓÐAFEYKIR Súgandafirði. Þar var Jónas er dauðann bar að með þeim sviplega hætti, að hann féll niður í lest skipsins og hlaut bana. Jónas var kvæntur Unni Lárusdóttur sjómanns og hafnsögumanns á Sauðárkróki, Runólfssonar „prédikara” sjómanns þar, Jónssonar lausamanns í Bakkakoti á Rangárvöllum suður, og konu hans Ellenar Guðlaugsdóttur. Þau Unnur slitu samvistum eftir skamma sambúð. Dóttur eignuðust þau hjón eina barna, Ellen, húsfreyju í Stykkishólmi. Jónas Björnsson var hár maður, grannvaxinn, lítið eitt lotinn í herðum, skarpholda, toginleitur, eigi smáfríður. Hann var sæmilega greindur, hugvitssamur í betra lagi, geðbrigðamaður og þó eigi vanstilltur, góður starfsmaður, gat verið hamhleypa, ef á því tók. Hann var greiðamaður og hjálpsamur, oft um efni fram, því að honum var eigi við hendur fast, þótt góðar tekjur hefði á stundum. Auðnan varð honum hál í höndum, enda óreglumaður nokkur ograunar meiri en svo, að eigi stað í lífi hans og farnaði. Bjarnfríður Þorsteinsdóttir, verkakona á Sauðárkróki varð bráðkvödd 3. maí 1977. Hún var fædd að Auðnum í Sæmundarhlíð 23. okt. 1894. Var faðir hennar Þorsteinn (Borgar-Þorsteinn) for- maður á Sauðárkróki Jónsson, sunnlenskur maður, fæddur á Eyvindarstöðum á Álftanesi, mikill atorkumaður, marghertur sóknari og formaður frá fjórtán ára aldri þar syðra, en móðir hennar var Ragnheiður Bjarnadóttir bónda í Glæsibæ í Staðarhreppi o.v. (fór til Vesturheims aldamótaárið), Bjarnasonar bónda, s.st., Hafliðasonar bónda að Hofdölum á Hofstaðabyggð, Jónssonar, og fyrri konu hans Málmfríðar Bjarnadóttur bónda á Halldórsstöðum á Langholti, en móðir Málmfríðar og kona Bjarna var Ragnheiður Magnúsdóttir prests í Bjarnfríður Glaumbæ, Magnússonar, og f. k. hans Þorsteinsdóttir Málmfríðar Jónsdóttur bónda að Hafragili á Laxárdal ytra. Urðu þau presthjónin í Glaumbæ kynsæl mjög.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.