Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 42

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 42
40 GLÓÐAFEYKIR Súgandafirði. Þar var Jónas er dauðann bar að með þeim sviplega hætti, að hann féll niður í lest skipsins og hlaut bana. Jónas var kvæntur Unni Lárusdóttur sjómanns og hafnsögumanns á Sauðárkróki, Runólfssonar „prédikara” sjómanns þar, Jónssonar lausamanns í Bakkakoti á Rangárvöllum suður, og konu hans Ellenar Guðlaugsdóttur. Þau Unnur slitu samvistum eftir skamma sambúð. Dóttur eignuðust þau hjón eina barna, Ellen, húsfreyju í Stykkishólmi. Jónas Björnsson var hár maður, grannvaxinn, lítið eitt lotinn í herðum, skarpholda, toginleitur, eigi smáfríður. Hann var sæmilega greindur, hugvitssamur í betra lagi, geðbrigðamaður og þó eigi vanstilltur, góður starfsmaður, gat verið hamhleypa, ef á því tók. Hann var greiðamaður og hjálpsamur, oft um efni fram, því að honum var eigi við hendur fast, þótt góðar tekjur hefði á stundum. Auðnan varð honum hál í höndum, enda óreglumaður nokkur ograunar meiri en svo, að eigi stað í lífi hans og farnaði. Bjarnfríður Þorsteinsdóttir, verkakona á Sauðárkróki varð bráðkvödd 3. maí 1977. Hún var fædd að Auðnum í Sæmundarhlíð 23. okt. 1894. Var faðir hennar Þorsteinn (Borgar-Þorsteinn) for- maður á Sauðárkróki Jónsson, sunnlenskur maður, fæddur á Eyvindarstöðum á Álftanesi, mikill atorkumaður, marghertur sóknari og formaður frá fjórtán ára aldri þar syðra, en móðir hennar var Ragnheiður Bjarnadóttir bónda í Glæsibæ í Staðarhreppi o.v. (fór til Vesturheims aldamótaárið), Bjarnasonar bónda, s.st., Hafliðasonar bónda að Hofdölum á Hofstaðabyggð, Jónssonar, og fyrri konu hans Málmfríðar Bjarnadóttur bónda á Halldórsstöðum á Langholti, en móðir Málmfríðar og kona Bjarna var Ragnheiður Magnúsdóttir prests í Bjarnfríður Glaumbæ, Magnússonar, og f. k. hans Þorsteinsdóttir Málmfríðar Jónsdóttur bónda að Hafragili á Laxárdal ytra. Urðu þau presthjónin í Glaumbæ kynsæl mjög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.