Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 52

Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 52
50 GLOÐAFEYKIR skoðun og eftirlit vegna sauðfjárveikivarna og sýkingar af völdum mæðiveiki og garnaveiki; höfðu þeir Guðmundur mikið saman að sælda og bundust vináttuböndum, enda óskorað traust á báða bóga. Pétur var skipaður hreppstjóri Sauðárkrókshrepps og gegndi starfi til 1947, er staðurinn fékk kaupstaðarréttindi. I svo fjölmennu þorpi fylgdu því embætti nokkur umsvif og miklar skriftir; kom sér þá vel, að Pétur naut hvers manns trausts og vinsælda og skrifaði prýðilega rithönd. Pétur var hestglaður maður sem fleiri Skagfirðingar. Hann var mikill dýravinur, nærfærinn við skepnur og átti líknarhendur móður sinnar. Var hans oft leitað áður en lærður dýralæknir kom í héraðið og farnaðist vel, hafði þá samband og samráð við dýralækna. Pétri var margt til lista lagt, bæði til munns og handa. Hann var ljóðelskur sem faðir hans og stundaði vísnagerð að nokkru ráði. Hann var smiður á tré og járn, listfengur og skurðhagur með ágætum, smíðaði og skar út marga fagra gripi. þá gerði hann ogaf miklum hagleik viðgamla muni í Glaumbæjarsafni. Arið 1942, hinn 10. mai. kvæntist Pétur mætri ogdugmikilli konu, Maríu ljósmóður Magnúsdóttur bónda á Njálsstöðum í Hallárdal vestur, Steingrímssonar bónda á s.st. og konu hans Guðrúnar Einarsdóttur frá Hafursstaðakoti vestra. Eru margirættmenna Maríu garpar að kjarki og dugnaði. Einkabarn þeirra hjóna er Pálína Guðný, hjúkrunarkona og húsfreyja í Hafnarfirði. Pétur Jónasson var meðalmaður á hæð. grannvaxinn, léttfær og snöfurmannlegur á \ ngri árum. vel að manni og þó eigi afreksmaður um afl þvílíkur sent bræður hans voru. Hann var dökkhærður. gráeygur, sviphreinn. Hann var greindur vel, prúðlátt snyrtimenni, átthagaelskur og hefði naumast notið sín annars staðar en á heimaslóðum. Pétur var drengur hinn besti, vammlaus maður, gæddur einlægu trúartrausti. ,,Ég vil Drottinn biðja um bón, er best mér henta megi. Að haldi ég bæði heyrn og sjón hinsta fram að degi”. Hann var bænheyrður.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.