Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 53

Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 53
GLOÐAFEYKIR 51 Þórður Hjálmarsson, fyrrverandi bóndi á Háleggsstöðum í Deildardal, andaðist hinn 2. jan. 1978. Hann var fæddur að Stafni í Deildardal 3. ágúst 1879, sonur Hjálmars bónda þar Þórðarsonar bónda á Kambi í Deildardal o. v., Sigurðssonar „slembis” bónda á Ingveldar- stöðum í Hjaltadal, Jónssonar, og bústýru hans Ragnheiðar Gunnarsdóttur; var hún vestfirskrar ættar, fædd að Fremri-Bakka í Langadal við Djúp, en mun hafa flutst til Hjálmars frá Arngerðareyri. Eigi giftust þau, en bjuggu saman meðan bæði lifðu; Hjálmar dó árið 1893. Son áttu þau annan en Þórð, hét sá Þorgils, fór til Vesturheims og ílentist þar. Aður en Ragnheiður fluttist að vestan hafði hún eignast son, Guðmund Sigurðsson, síðar bónda á Grindum í Deildardal. Þórður ólst upp í Stafni með foreldrum sínum til fermingaraldurs. Eftir lát föður síns (1893) fór hann til Þorgils föðurbróðurs síns, bónda á Kambi, og konu hans Steinunnar Arnadóttur, og var hjá þeim til fullorðinsára. Ragnheiður, móðir Þórðar, varð háöldruð og andaðist heima þar hjá honum á Háleggsstöðum 98 ára gömul. Arið 1902 kvæntist Þórður frændkonu sinni, Þórönnu Kristínu Þorgilsdóttur bónda á Kambi, föðurbróður síns, og konu hans Steinunnar Arnadóttur bónda á Grundarlandi í Deildardal, Asmundssonar bónda á Bjarnastöðum í Unadal, Jónssonar, og seinni konu hans Þórönnu Jónsdóttur bónda í Flatagerði í Hofshreppi, Vigfússonar. Reistu þau ungu hjónin bú á Háleggsstöðum 1903 og bjuggu þar eitt ár, þá á Brúarlandi í Deildardal annað ár, á Kambi 1905- 1914, fóru þá búi sínu að Háleggsstöðum og bjuggu þar óslitið til 1952, er þau brugðu búi og Þorgils sonur þeirra tók við, en dvöldust þar bæði til lokadags; Þóranna andaðist árið 1963. Aldrei höfðu þau hjón stórt bú og eigi voru þau efnuð talin á veraldarvísu, en komust þó jafnan vel af. „Þórður sótti sjó til Drangeyjar um mörg vor og það var eina frávikið frá heimilinu... Skepnur átti Þórður þar til hann var 96 ára gamall, heyjaði og hirti þær sjálfur alla tíð”. (B.J.) Allra síðustu árin hrakaði sjón og heilsu og skömmu fyrir andlát sitt varð hann fyrir þeirri raun að lærbrotna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.