Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 59

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 59
GLOÐAFEYKIR 57 sótti kirkju sína af engu minni kostgæfni en áður. Á hverjum degi las hann í heilagri ritningu, trúði því í fyllstu einlægni að þar væri allt ritað Fingri Guðs og var á einskis manns færi að deila við hann á þeim vettvangi. Þeir, sem best þekktu Sigurð Þórðarson á Egg, munu lengi minnast hans sem hins mikla atorkumanns og góða drengs. (I 10. og 11. h. Glóðaf., 1969 og 1970, er langt og greinargott viðtal við Sigurð á Egg níræðan). Margrét Gísladóttir, húsfreyja á Sauðárkróki, andaðist 19. jan. 1978. Hún var fædd á Illugastöðum í Flókadal 22. júlí 1896, dóttir Gísla bónda þar o.v., Olafssonar bónda á Deplum í Stíflu, Guðmundssonar bónda á Þverá í Olafsfirði, Þórðarsonar, og konu Gísla Hugljúfar Jóhannsdóttur bónda á Þorgautsstöðum í Stíflu, Jóhannessonar, en kona Jóhanns og móðir Hugljúfar var Jóhanna Jónsdóttir frá Hrauni, Þórðarsonar. Fyrstu árin var Margrét með foreldrum sínum, en er hún var á 5. ári varð að leysa upp heimilið sakir hastarlegar augnveiki móður hennar, er leiddi til algerrar blindu. Fór þá Margrét að Móskógum til frænku sinnar, Margrétar Kjartansdóttur og eiginmanns hennar, Stefáns Jóhannssonar, er þarbjuggu lengi, og naut þar hins besta atlætis. Innan við fermingu var hún lánuð sem léttastúlka í fjarlæga sveit. Þar leið henni illa, andlega jafnt sem líkamlega, munaðarlausu barni, órafjarri öllum, sem hún þekkti og þótti vænt um. Er frétt barst um þar, hversu ástatt var um barnið, var Margrét þegar sótt. Dvaldist hún eftir það á ýmsum stöðum ytra þar í Vestur- Fljótum, oftast með foreldrum sínum. Innan við tvítugsaldur réðst Margrét að Hólum í Hjaltadal. Þar kynntist hún Valdimar Guðmundssyni frá Ási í Hegranesi, er þá stundaði nám við Hólaskóla. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 22. júlí 1916, á 20. afmælisdegi Margrétar. Þau eignuðust Margrét Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.