Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 79

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 79
GLOÐAFEYKIR 77 Guðrún ólst upp í foreldrahúsum, yngst af 12 systkinum, er upp komust. Hún var fædd handarvana, og hefði því að óreyndu mátt ætla, að hún væri eigi til stórræða fallin, En Guðrún var, sem þau systkini öll, gædd mögnuðum viljastyrk, miklu þreki og æðruleysi. Varð eigi séð að hana brysti áræði né dugnað til að takast á við og inna af hendi sem ófötluð væri hvers konar verkefm sem var, enda þótt vinstri höndina vantaði. Vöktu vinnubrögð hennar fyrr og síðar undrun manna og óskoraða aðdáun. A unglingsárum stundaði Guðrún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík í tvo vetur, hinn þriðja í Flensborgarskóla og lauk kennaraprófi 18 vetra gömul. Næsta vetur var hún kennari á Stóra-Hrauni syðra, en hvarf svo norður hingað í átthagana og kenndi í Lýtingsstaðahreppi til vors 1927, er hún fluttist til Sauðárkróks og kenndi þar næstu 4 árin. Upp frá því stóð heimili hennar lengstum á Sauðárkróki, enda þótt hún væri langdvölum við kennslu annars staðar. Hún var kennari í Skarðshreppi 1931-1937, þá í Staðarhreppi allt til 1956, er hún lét af föstu kennslustarfí og hafði þá verið kennari í 48 ár óslitið, allt frá hausti 1908. Og eigi hvarf hún þá með öllu frá kennslu, því að enn stundaði hún um hríð einkakennslu á Sauðárkróki, þar sem hún settist nú um kyrrt og bjó í húsi sínu næstu 12 árin. Guðrún var talin góður og mikilhæfur kennari, jafnvíg á kennslugreinar, þ.á.m. handavinnu, enda sjálf mikil hannyrðakona, enda þótt einhend væri. Hún naut virðingar og vinsælda nemenda sinna og þess vegna, m.a., reyndist kennsla hennar svo farsæl sem raun bar vitni. Árið 1925 giftist Guðrún Pétri á Syðra-Vatni á Efribyggð Guðmundssyni bónda þar, Björnssonar bónda á Mallandi ytra á Skaga o.v., Guðmundssonar, og konu Guðmundar, Önnu Jóhannesdóttur bónda í Neðra-Lýtingsstaðakoti (nú Árnesi), Jónssonar bónda á Syðra-Vatni, Jónssonar, og konu Jóns, Guðrúnar Vigfúsdóttur. Fyrst voru þau Guðrún og Pétur í húsmennsku á Syðra- Vatni, en fluttu brátt til Sauðárkróks. Stundaði Pétur bifreiðaakstur en Guðrún kennslu, sem fyrr var greint. Þau slitu samvistum árið 1931, barnlaus. Guðrún Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.