Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 79

Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 79
GLOÐAFEYKIR 77 Guðrún ólst upp í foreldrahúsum, yngst af 12 systkinum, er upp komust. Hún var fædd handarvana, og hefði því að óreyndu mátt ætla, að hún væri eigi til stórræða fallin, En Guðrún var, sem þau systkini öll, gædd mögnuðum viljastyrk, miklu þreki og æðruleysi. Varð eigi séð að hana brysti áræði né dugnað til að takast á við og inna af hendi sem ófötluð væri hvers konar verkefm sem var, enda þótt vinstri höndina vantaði. Vöktu vinnubrögð hennar fyrr og síðar undrun manna og óskoraða aðdáun. A unglingsárum stundaði Guðrún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík í tvo vetur, hinn þriðja í Flensborgarskóla og lauk kennaraprófi 18 vetra gömul. Næsta vetur var hún kennari á Stóra-Hrauni syðra, en hvarf svo norður hingað í átthagana og kenndi í Lýtingsstaðahreppi til vors 1927, er hún fluttist til Sauðárkróks og kenndi þar næstu 4 árin. Upp frá því stóð heimili hennar lengstum á Sauðárkróki, enda þótt hún væri langdvölum við kennslu annars staðar. Hún var kennari í Skarðshreppi 1931-1937, þá í Staðarhreppi allt til 1956, er hún lét af föstu kennslustarfí og hafði þá verið kennari í 48 ár óslitið, allt frá hausti 1908. Og eigi hvarf hún þá með öllu frá kennslu, því að enn stundaði hún um hríð einkakennslu á Sauðárkróki, þar sem hún settist nú um kyrrt og bjó í húsi sínu næstu 12 árin. Guðrún var talin góður og mikilhæfur kennari, jafnvíg á kennslugreinar, þ.á.m. handavinnu, enda sjálf mikil hannyrðakona, enda þótt einhend væri. Hún naut virðingar og vinsælda nemenda sinna og þess vegna, m.a., reyndist kennsla hennar svo farsæl sem raun bar vitni. Árið 1925 giftist Guðrún Pétri á Syðra-Vatni á Efribyggð Guðmundssyni bónda þar, Björnssonar bónda á Mallandi ytra á Skaga o.v., Guðmundssonar, og konu Guðmundar, Önnu Jóhannesdóttur bónda í Neðra-Lýtingsstaðakoti (nú Árnesi), Jónssonar bónda á Syðra-Vatni, Jónssonar, og konu Jóns, Guðrúnar Vigfúsdóttur. Fyrst voru þau Guðrún og Pétur í húsmennsku á Syðra- Vatni, en fluttu brátt til Sauðárkróks. Stundaði Pétur bifreiðaakstur en Guðrún kennslu, sem fyrr var greint. Þau slitu samvistum árið 1931, barnlaus. Guðrún Sveinsdóttir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.