Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1987, Side 160

Skírnir - 01.04.1987, Side 160
154 ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON SKÍRNIR sem eru að verki í vitundar- og sálarlífi manna. Mér er til efs að nokkur geti neitað því, að menn séu „hvorki eins einlægir né falskir og halda mætti af orðum þeirra og verkum“ (66) eða því, að „of mikill þroski eins sálarþáttar dregur vöxt úr hinum“ (83). Sömuleiðis munu að líkindum flestir geta fall- ist á, að „því betur gefinn sem maðurinn er, því viðkvæmari er hann“ (97) sem og að í öllu sálarlífi fari fram „sífeldur reipdráttur milli hugsana og til- finninga" (188). Sumar þeirra athugasemda, sem höfundur gerir um sálar- lífið, orka á hinn bóginn tvímælis. An þess að hér sé ástæða til að elta ólar við slíkt má nefna sem dæmi, að margir eiga að líkindum erfitt með að taka undir það sem Sigurður segir um hugsunarlíf rithöfunda. Það má t. d. draga í efa, að lýsing hans á ástum þess, sem fæst við að skrifa bækur, eigi við um alla meðlimi Rithöfundasambandsins: „Ef hann elskar konu, þá sundur- limar hann hana og kryfur eins og hún væri lík á skurðarborði. . . Ef hún fleygir sér um hálsinn á honum hugsunarlaust í augnabliks tilfinningu, þá dæmir hann þessa hreifingu eftir því, hvað vel hún á heima eftir ástæðum, hvað hún er vel gerð og mundi vera hrífandi á leiksviði, og hann fordæmir hana í huga sér ef hún er tilgerðarleg eða vantar yndisþokka“ (172). Af slíkum dæmum má ráða, að höfundur kemur víða við, enda efnið margslungið. Sá grunntónn sem ríkir í þessum hugleiðingum Sigurðar um vanda mannsins - um vanda þess að vera manneskja, með öllum þeim ófull- komleika og takmörkunum sem þeirri veru fylgja - er hinn sami og kveður við í öðrum verkum höfundar af líkum toga. I eftirmála við aðra útgáfu Fornlra ásta, sem út kom í fyrsta sinn árið 1919, segir höfundur m. a., að „trúin á gildi og reynslukosti einstaklingsins, krafan til leitar hans að sem fyllstum og heilustum þroska“ sé sú lífsskoðun sem móti „Hel“ og aðra þætti í þeirri bók.4 Þetta tvennt, trúin á gildi einstaklingsins og krafan um að hann leiti eftir sem fyllstum þroska, er burðarásinn í fyrirlestrum Sig- urðar um einlyndi og marglyndi. Markmið þessarar krufningar á andstæð- um kröftum sálarlífsins, ólíkum skapgerðum og sjálfráðum lífsstefnum, er að brýna fyrir mönnum að efla þroska sinn með því að rækta það besta sem í þeim býr. „Það er aðeins til ein dauðasynd, synd sem á sér ekki neina bjartari rétthverfu: það er tregðan, dáðleysið. En hæsta mannleg dygð, sú sem hlýtur að geta allt annað gott af sér, er hvíldarlaus viðleitni til hærri og hærri þróunar" (239). Það er ljóst af slíkum dómum, að Sigurði lét ekki illa að sveipa sig skikkju prédikarans. I erindum sínum um líf og dauða, sem hann flutti í útvarp árið 1940, segir hann reyndar hreint út, að erindin eigi að vera eins konar pré- dikanir. Þvínæst bætir hann við: „Og í sjálfu þessu orði er fólgið, að sá sem prédikar, er alltaf að halda einhverju að áheyrendum sínum, sem verður ekki sannað með óyggjandi rökum.“5 Endaþótt viðfangsefni Sigurðar í Lífi og dauða sé af nokkuð öðrum toga en efnið sem hann glímir við í Einlyndi og marglyndi, er ýmislegt í hinum síðarnefndu lestrum, sem ekki verður sannað með „óyggjandi rökum“. Það er nú einu sinni svo, þegar kemur að dularvíddum sálarlífsins og hugsjónum manna, að þá verður oft harla fátt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.