Skírnir - 01.04.1987, Side 162
156
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON
SKIRNIR
kýrnar á holtinu, sem þurfti að mjólka, skóna sína, sem þurfti að
baeta. Hún hugsaði um móður sína, sem hún varð að hjálpa. Hún
horfðist í augu við lífið, sem hún átti að lifa, og leit ekki undan. Það
var hvorki tími til þess að syrgja né deyja.
Eg vann úr mér versta sviðann. Eg vann svo, að mig verkjaði meir
í handleggina en hjartað, að engri hugsun varð drepið í skarðið milli
þreytunnar og svefnsins. Eg vann eins og ambátt, sem er rekin áfram
með svipum. En eg var sjálf svipan ... Og eg hef legið rúmföst í hálft
annað ár og enga von haft um að komast á fætur aftur. Þá ót eg ársal
um rekkju mína, úr raunum og rímum, sorgum og sögum, sólskini
og regni. Eg óf í hann glitþræði af fornum ástum.9
Heimsmaðurinn sem lifir of hratt fyrir tímann og ellina, sveitastelpan
sem þurrkar af sér tárin eftir sorgina, horfist í augu við lífið og vinnur úr sér
sviðann, - þessi tvö eru lifandi gervi marglyndis og einlyndis. Síkum
samanburði við Fornar ástir er ekki ætlað að kasta rýrð á Einlyndi og marg-
lyndi. Þvert á móti er mikill fengur að því, að þessir fyrirlestrar skuli loks
hafa komist á prent. Þeir bæta að vísu engri nýrri vídd við þá mynd sem við
höfum af fræðimanninum Sigurði Nordal. Hins vegar eru þeir vel til þess
fallnir að skýra þessa mynd og dýpka, enda eru þeir minnisvarði um mikil-
vægan áfanga í þroskasögu Sigurðar sem rithöfundar og fræðimanns. Það
er rétt sem fram kemur í Inngangi Þorsteins Gylfasonar, að lestrarnir séu
frumlegt verk og „frumleiki úreldist aldrei þótt hann geti misst marks af
öðrum ástæðum“ (xxi). Þorsteinn bendir jafnframt á, að Einlyndi og marg-
lyndi er ekki heimspekirit í þrengri skilningi, heldur fjallar það öðru fremur
um sálarfræði, nánar tiltekið um þær hugmyndir, sem voru á döfinni í þeim
fræðum um síðustu aldamót. Þorsteinn kýs að kalla þessa fræðigrein
manneðlisfræði og í sjálfu sér virðist ekkert mæla á móti því. Hins vegar
notar hann tækifærið til að gera lítið úr þeirri framvindu sem orðið hefur í
svokallaðri persónuleikasálarfræði á undanförnum áratugum. Meðal þeirra
verka sem fá fyrir ferðina í þeim lestri er hið fræga rit Ofríkismaðurinn
(„The Authoritarian personality"), þarsem er að finna rannsóknir fræði-
manna á þeirri manngerð, sem ginnkeyptust var fyrir villimennsku nasism-
ans. I því sambandi vitnar Þorsteinn til þeirra orða eins höfundanna, að af-
sönnunum hafi rignt yfir ritið í þrjátíu ár „og rigni enn“ (xxv). Eg verð að
játa, að mér virðist það segja fátt um kosti og lesti fræðirits af þessu tæi, þótt
menn geri þráfaldlegar tilraunir til að hrekja það sem í því stendur. Eftir því
sem ég fæ ráðið af skrifum erlendra fræðimanna um Ofríkismanninn sýnist
mér flestir sammála um, að hvað svo sem finna megi að úrvinnslu þessara
rannsókna í einstökum atriðum, þá hafi hér engu að síður verið um býsna
merkilegar athuganir að ræða. Eg er þess fullviss, að hefðu þeir vinirnir Sig-
urður Nordal og Þorsteinn Gylfason átt þess kost að rökræða um þetta
efni, þá hefðu þeir áreiðanlega verið á öndverðum meiði.
Svo enn sé horft til frumleikans, sem víða gætir í Einlyndi og marglyndi,