Skírnir - 01.09.1993, Page 9
RITGERÐIR
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
Paradísar missir
Jónasar Hallgrímssonar
i
grasaferð jónasar hallgrImssonar segir frá tveimur skáldum,
15 og 13 ára gömlum, sem hræra hinn sýnilega heim með ímynd-
unarafli sínu uppi í fjallsrinda á Islandi einn dag fyrir sláttinn.
Pilturinn, sem er jafnframt sögumaður, fer með frumort kvæði
eftir sig um lóu sem missir unga sína í hrafn. Stúlkan spyr hvort
hann hafi séð til lóunnar sem hann gerði vísuna um. Síðan segir:
„Það trúi' jeg ekki“, svaraði jeg henni, „en sona mun það hafa farið samt,
annars hefði mjer varla dottið það í hug“.
Hildur lætur eftirfarandi álit í ljós á orðum piltsins: „Þú talar
svo undarlega, frændi!" (bls. 22).
Að því er ég best veit, hefur þó enginn þeirra sem ritað hafa
um Grasaferð í tímans rás, talið ummæli piltsins nægilega „und-
arleg“ til að skyggna merkingu þeirra gagngert. En fullyrða má að
við munum aldrei sjá það sem höfundurinn sér nema brjóta þessi
ummæli til mergjar. Þau fela í sér „undarleg" tengsl milli veru-
leika og hugdettu og eru raunar lykill að því listræna völundar-
húsi sem Grasaferð er.
Stúlkan spyr hvort hann yrki eftir séðri fyrirmynd, hvort
kvæði hans sé eftirlíking af raunveruleikanum. Umræður þeirra
snúast m.ö.o. um það með hverjum hætti skáld viðar að sér yrkis-
efni. Pilturinn hafnar séðri fyrirmynd. Hann vísar ekki heldur til
almennrar þekkingar sem kveikju kvæðisins. Ætla má að hann
1 Jónas Hallgrímsson, „Grasaferð", Fjölnir, 9. ár, 1847, bls. 22. Eftirleiðis verð-
ur vísað í blaðsíðutal þessarar útgáfu í sviga fyrir aftan hverja tilvitnun.
Skírnir, 167. ár (haust 1993)