Skírnir - 01.09.1993, Page 11
SKÍRNIR PARADÍSAR MISSIR JÓNASAR HALLGRlMSSONAR
313
að Grasaferð er hugmyndafræðileg saga; yrkisefni Jónasar er
sjálfur kjarni rómantískrar hugmyndafræði; þar er algyðistrú, eða
alheimssálinni, teflt gegn persónulegum Guði kristninnar. Frá því
sjónarmiði má fullyrða að sagan sýni hvernig rómantískum pilti
reiðir af í sannkristnum heimi. Til þess að finna orðum mínum
stað verð ég að leiða til vitnis bæði Fjölni frá 1838 og Paradísar
missi Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá, en þann
efnivið sem Jónas sækir þangað ummyndar hann í táknmál til að
koma hinum kristna trúarheimi sögunnar til skila.
II
Spjöll væru það að spyrja með hverjum hætti íslenskur sveitapilt-
ur hafi dottið niður á náttúruheimspeki Schellings heima hjá sér.
Höfuðatriði er að ummæli hans á fjallinu eru skiljanleg eins og
þau standa í sögunni. I þessu efni er mun forvitnilegra að renna
huga til höfundarins sjálfs og forvitnast um tengsl hans við nátt-
úruheimspekina. Það vill svo til að við eigum kenninguna á bak
við söguna í greininni „Fjölnir" í 4. árgangi Fjölnis, 1838. Þar er
að finna útlistun á rómantískri skáldskaparkenningu sem af ein-
hverjum ástæðum virðist hafa farið framhjá fræðimönnum.
Tengslin milli Grasaferðar og skáldskaparfræða Fjölnis sýnast
mér svo ótvíræð að fullyrða megi að í Fjölnisgreininni sé stakkur
sögunnar sniðinn.
I grein þessa er oftast vitnað sakir þess að þar er haldið uppi
vörnum fyrir ævintýri, sem að mati íslenskra lesenda voru
„skröksögur" enda er harmað að „alþíðu vorri gjeðjast ekkji að
því,“ og er því kennt um „að menn eru ekkji nógu rúmskjignir í
skáldskap, og miða dóma sína í þessu efni við rímur, og annan
leírburð, sem búinn er að aflaga tilfinníngar þeírra og álit á eðli
hins rjetta skáldskapar“.
En framhald þessarar umræðu fjallar ekki um ævintýri né ein-
stök form skáldskapar. Það fjallar um eðli skáldskapar almennt,
enda þótt sleginn sé sá varnagli að „það veítti ekkji af heílli
2 Fjölnir, 4. ár, 1838, bls 9. Vísað verður í blaðsíðutal greinarinnar framvegis í
sviga fyrir aftan hverja tilvitnun.