Skírnir - 01.09.1993, Page 20
322
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
Ást hans á Hildi stafar ekki af því að hún bæti honum upp
það sem hann hefur misst. Hún er ekki staðgengill eins eða neins
í tilveru drengsins, heldur í hæsta máta raunsæislega gerð per-
sóna; gildi hennar fyrir drenginn er byggt á raunverulegum at-
burðum. Og mikilvægt er að hafa í huga að hún er eina mannver-
an sem hann á að. Svo vænt þykir honum um hana og svo sárt er
að horfast í augu við þá staðreynd að hann verði að fara frá henni,
að því er jafnað við lífshættu í sögulok. Innsti kjarni sögunnar er
harmrænn. En lýsing höfundar á sambandi þeirra eins og það er
orðið í áranna rás gæðir söguna gleði. Ást hans á Hildi er fölskva-
laus og trúnaðartraustið algert. Þó að hann sé snauður af ástvin-
um er hann ríkur af því hann á Hildi Bjarnadóttur að. I þessari
mótsögn mætast raunsvið og trúarlegt táknsvið sögunnar.
V
Klæðnaður frændsystkinanna þegar þau leggja upp í grasaferðina
er óvenjulegur þótt ekki sé hann beinlínis óraunsær. Mesta at-
hygli vekur að lýsingin á fötunum er hlaðin trúartáknum. Hildur
er „með snjóhvíta rósavetlinga á höndunum, en hversdagsbúin að
öðru leyti [...]“ (bls. 11) og hann er í hvítum buxum, á grænum
bol og með bláa peysu. Rósin er eitt elsta og ótvíræðasta tákn
kristninnar og táknar bæði Paradís og Maríu mey. Þetta tákn er
algengt í trúarskáldskap og má einu gilda hvort vitnað er í Gleði-
leikinn guðdómlega eftir Dante þar sem María mey er nefnd rósin
„í hverri hið heilaga orð varð hold“7 eða Lilju Eysteins Ásgríms-
sonar: „glæsileg sem roðnust rósa“.8 I Grasaferð Jónasar eru rós-
irnar á snjóhvítum vettlingunum sem Hildur hefur á höndunum,
handleiðsla hennar öðlast því trúarlega merkingu og er guðdóm-
leg í eðli sínu. Hluti er sama eðlis og heild og því færist tákngildi
handar og handleiðslu yfir á stúlkuna. Hildur er sjálf María mey,
7 „Quivi e la rosa in che i verbo divino / carne si fece, [...]“. Dante Alighieri, La
Divina Commedia. Paradiso. Ritstj. Umberto Bosco og Giovanni Reggio,
Flórens 1984, XXIII. kviða, bls. 388. Ég þakka Donatellu Baldini sendilektor
fyrir aðstoð með frumtexta.
8 Eysteinn munkur, Lilja, Islenzkt Ijóðasafn. Ritstj. Kristján Karlsson, 1. bindi,
Reykjavík 1976, bls. 205.