Skírnir - 01.09.1993, Page 24
326
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
Leitt er að einmitt í því erindi sem lýsir því er Guð leiddi
Adam við hönd sér upp fjallið til Paradísar, skuli vera villa í þýð-
ingu Jóns Þorlákssonar:
Þannig mælti mynd,
ok með þat sama
tók mik við hönd sér
ok hóf mik upp,
leið ek í lopti
ljúft með henni
yfir grund ok geym,
en gekk eigi.
Loksins lét hann nú
lendt á fjalli,
var þat fjölskrúðugt
af fagrlima,
jafn var toppr þess
ok jarðvegr,
[•••]
(JÞ 8. bók bls. 228)
Jón Þorláksson fór eftir danskri þýðingu og þýskri. Báðir
þýðendur misskildu orðið rais 'd sem er hér lýsingarháttur þátíðar
af rise (rísa upp) en ekki þátíð af áhrifssögninni raise (að lyfta e-u).
Rétt þýðing er: þegar ég var staðinn upp eða risinn á fætur, tók
hann mig við hönd sér. Báðir þýðendur láta Guð lyfta Adam eða
hefja hann upp.15
Jóni Þorlákssyni er því vorkunn er hann lætur Guð lenda á
fjalli en hjá Milton kemur fram skýr mynd af íjaMgöngu: leiddi
mig loks upp skógivaxið fjall. Þessar villur valda því að hin
myndræna lýsing Miltons á Adam og Guði er þeir líða hönd í
hönd, svo létt yfir land og vötn og loks upp eftir fjallshlíðinni,
verður í íslensku þýðingunni að hálfgerðu flugi með lendingu á
fjallstoppi. Innileikinn í sambandi þeirra hverfur úr myndinni og
andstæðurnar milli fjallstoppsins og sléttunnar sem eru svo mikil-
vægar í heimsmynd Miltons gufa upp. Hjá Milton kemur myndin
af Paradísarför Adams með Guði fram sem andstæða við mynd-
15 Det tabte Paradiis. Et episk Digt af John Milton. Af det Engelske oversat ved
Joh. Henr. Schonheyder, Kiöbenhavn 1790. Síðara bindi, bls. 360, 1. 318-321.
Das Verlobrne Paradies, aus dem Englischen Johann Miltons in Reimfreue
Verse úbersetzt, und mit eignen sowohl als andrer Anmerkungen begleitet
von Friedrich Wilhelm Zacheriá, Altona 1762-1763. Síðara bindi, bls. 48, 1.
302-303. Eftirleiðis verður vitnað í þessar þýðingar með upphafsstöfum þýð-
enda og blaðsíðu/línutali.