Skírnir - 01.09.1993, Page 27
SKÍRNIR PARADlSAR MISSIR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR
329
sinni á XXVII. kviðu Hreinsunarelds Dantes, en þá eru þeir
Virgill staddir við uppgönguna að hinni jarðnesku Paradís.17
I Paradísar missi er klettaskoran jafnframt hliðið að Paradís,
sjálft Austurportið, eins og það er nefnt í þýðingu Jóns Þorláks-
sonar. Lýsing er á Austurporti í Paradísar missi. Þar situr Gabríel
erkiengill milli „bjargstólpanna" („betwixt these rocky Pillars“)
og gætir hliðsins, þ.e.a.s. hann situr í sjálfri klettaskorunni. Aust-
urport er nefnt rock á frummálinu, Field í dönsku þýðingunni og
Fels (klettur, bjarg) í þeirri þýsku en Jón Þorláksson notar orðið
fjall:
Þat var fannhvítt fjall
fagrturnat
allt at skýum
af alabastri,
lét þat líta sik
lánga vegu.
Um eitt einstígi
mátti innkomast,
er uppgekk bugum
af undirlendi,
hitt var allt hábjarg
og harla bratt,
hvergi fótum fært
ok framslútandi.
Beið hér sitjandi
meðal bjargstólpa
Gabríel,
(JÞ 4. bók bls.106)
Skeið er skilgreint svo í íslenskri orðabók Menningarsjóðs:
hjalli, hilla í fjalli eða bergi. Skeiðin er því hamrahilla og örnefnið
Bratta-skeið er því sannkallað réttnefni í þessu samhengi. Lýsing
Jónasar á síðasta spölnum upp á Bröttuskeið ber skýr merki
Paradísarferðar: fjallgangan verður auðveldari eftir því sem ofar
dregur, neðar í fjallinu hefur pilturinn þreyst og þurft að láta
leiða sig en nú segir hann um veginn: „hann var ekki heldur mjög
voðalegur". Klettaskoran blasir ekki við augum, hann segir: „við
fundum á einum stað klettaskoru" (leturbreyting mín), og hún
virðist vera eina uppgönguleiðin og ekki beinlínis greiðfær eða
hættulaus úr því að hann tekur fram að þau hafi komist þar upp
án þess þeim „vildi nokkurt slys til“. Gleggsta hliðstæðan er þó
hvað klettaskoran er þröng: „en svo var hún þröng, að við urðum
sumstaðar að renna okkur á rönd, og sáum við glöggt, að hún
17 Sama rit, bls. 95.