Skírnir - 01.09.1993, Page 28
330
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
varð ekki farin aptur, ef við fengjum nokkuð í pokana“ (bls. 14).
Enda fóru menn aldrei þessa leið niður aftur sjálfviljugir; væri
mönnum ekki varpað út úr hinni jarðnesku Paradís, lá leiðin
áfram - til Himnaríkis!
Nú er nokkuð einsýnt að Brattaskeið með óþrjótandi fjalla-
grösin er hin jarðneska Paradís. Hugkvæmni Jónasar Hallgríms-
sonar er aðdáunarverð. Það liggur í augum uppi að ekki hefur
verið auðvelt að finna samsvörun við Edensgarð í hrjóstrugu
landi án þess að ofbjóða raunsæi sögunnar en Jónas leysir þetta á
snjallan og bráðskemmtilegan hátt. Eini fjallagróðurinn á Islandi
sem er eftirsóknarverður mönnum eru fjallagrös. Fjölbreytileiki
gróðurs sem einkennir sígildar paradísarlýsingar næst því ekki af
skiljanlegum ástæðum; lífsins meiði og öðrum trjágróðri verður
að úthýsa, hvað þá skrautblómum og ilmandi ávöxtum, en höf-
undur leggur því meiri áherslu á ómælda gnægð gróðursins, jafn-
vel svo að ofvöxturinn í fjallagrösunum á Bröttuskeið virðist yfir-
náttúrulegur. Þau eru óþrjótandi og eyðast varla þó af sé tekið.
Unnum eykr sik
ör náttúra
hér í hám gróða,
ok hefst því meirr
í fagri frjófsemd,
sem framarr hún
ítrum ávöxtum
af sér léttir,
(JÞ 5. bók bls. 136)
segir Adam við Evu í Paradísar missi. Lýsing Jónasar er á þessa
leið:
þær [tórnar] voru allar þaktar í grösum, og láu þau í stóreflis-flekkjum,
og svo þjett, að ekkert strá og öngvar mosa-tegundir voru vaxnar upp á
milli þeirra. Það var auðsjeð á öllu, að þar höfðu ekki verið tekin grös í
margt ár. Við bárum ekki við að binda á okkur pokana; því ekki þurfti
langt að ganga eptir tínunni. Við kipptum þá upp skúf og skúf, en grösin
lágu laus, að kalla [...] (bls. 15)
Og svo mikið var eftir af grösum að þau fylltu peysuna fyrirhafn-
arlaust, það starf var „skjótt af hendi leyst“ (bls. 22).
Síðan setjast þau frændsystkin niður og skemmta sér við að
skoða skugga af skýjum líða yfir dalbotninn fyrir neðan sig.
Orðalagið „skuggar af skýjum“ verðskuldar sérstaka umfjöllun.