Skírnir - 01.09.1993, Page 29
SKÍRNIR PARADÍSAR MISSIR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR
331
„Skuggi af skýi“ og „skuggaský" koma fyrir hjá Jóni Þorlákssyni
í Paradísar missi. Orðalagið á sér skemmtilegan feril í bók-
menntasögunni. Það er til orðið fyrir misskilning þýðenda þó að
upprunaleg trúarleg merking þess hafi haldist. I 3. bók Paradísar
missis syngja englar Guði föður og Syninum hvorum sinn
dýrðaróðinn.18 Englarnir ávarpa Guð sem uppsprettu ljóssins,
„fyrstu ljóssins lind“, og því sé hann sjálfur dulinn sjón og óað-
gengilegur sakir dýrðlegs ljóma og öllum ofviða að líta berum
augum. I framhaldi af þessu yrkir Milton um tvenn birtingarform
Guðs, annars vegar í skýi, hins vegar í guðlegri ásýnd Krists.
Myndin af skýinu er í beinu framhaldi af lýsingunni á bjart-
leika Guðs. Hún er flókin og sérkennileg því að myndin af Guði í
skýi er líkt og tekin ofan í mynd af Guði í helgidóminum úr sýn
Jesaja 6:1-2. Heildarmyndin skiptir þó ekki öllu máli í þessu sam-
hengi. Urslitum ræður eitt sagnorð sem verður að nafnorði. I ein-
faldaðri endursögn er merking myndarinnar sú að þegar Guð,
sem situr í hásæti sínu í ljósi, byrgi fullt skin geisla sinna, og
sveipi sig skýi (sem er eins og geislandi skrín), birtist dökkur
klæðafaldur hans ásamt svo skæru ljósi að himinninn blindist eft-
ir sem áður og því verði Serafarnir að byrgja augun með vængjum
sínum:
[...] but when thou shad'st
The full blaze of thy beams, and through a cloud
Drawn round about thee like a radiant Shrine,
Dark with excessive bright thy skirts appear,
Yet dazzle Heaven, that brightest Seraphim
Approach not, but with both wings veil their eyes.
(JMIII.bók 1.377-382)
I báðum þýðingunum sem Jón Þorláksson notaði, hinni
dönsku og þýsku, er sagnorðið shad'st (nh: shade og þýðir að
18 Áhrifa frá Paradísar missi gætir í fleiri skáldverkum Jónasar en í Grasaferð.
„Ferðalok" koma upp í hugann þegar lesin er lýsingin á englunum í Himna-
ríki. Þeir flétta með „aldrei visnanda / aðalblómstri / gullna hárlokka, / ok þar
geislum við / innofnum Iáta / ásamt blandat" (JÞ 3. bók bls. 69). Að þessu
sinni voru kórónurnar lausir kransar og englarnir tóku þá ofan, dreifðu þeim
um gólfið og settu svo aftur á höfuð sér. Aðalblómstrið vex við „sæluflóð“.