Skírnir - 01.09.1993, Page 30
332
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKlRNIR
skyggja, draga úr birtu eða skýla fyrir birtu) þýtt með nafnorðinu
Skygger/Schatten (skuggar):
[...] men naar du vil
i Skygger svnbe dine Straalers Skin
da blænder dog den Skye som skjuler dig
med morke Glands af Himlen [...]
(JHS fyrra bindi, bls. 126, l. 394-397)
I dönsku þýðingunni eru því bæði nafnorðin skuggar og ský,
og því er eins farið í þýsku þýðingunni:
Wenn du die Fiille der blendenden Stralen
In die Schatten verhullts, und durch Wolken, die rund um dich
fliessen
(FWZ fyrra bindi, bls. 116,1. 363-364)
Myndin er tvískipt í þessum þýðingum, geislaskin Guðs er
hjúpað skuggum, hann sjálfur er í skýi. Það er kannski ekki nema
von að Jón Þorláksson lendi í vandræðum. Hann reynir að sam-
eina þetta í eina mynd en tekur það til bragðs að halda skuggun-
um og fórna skýinu og það svo rækilega að hann breytir því í
„sveimandi þoku“.
Nær sjón sigrandi
sveipar geisla
skuggum þína þú
og þik umkríng,
svosem ígegnum
sveimandi þoku
sjáum vér óljóst
fyrir ofbirtu
at eins klæðafald
hinn yzta þinn,
blindast þó himin
af bjartleik slíkum!
(JÞ 3. bók bls. 69)
Nokkrum línum neðar er Sonurinn lofaður fyrir það að í
ásjónu hans sé Guð sýnilegur án skýs:
Begotten Son, Divine Similitude,
In whose conspicuous count'nance, without cloud
Made visible, th'Almighty Father shines,
Whom else no Creature can behold; (JMIII. bók l. 384-387).