Skírnir - 01.09.1993, Page 37
SKÍRNIR PARADÍSAR MISSIR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR
339
Viðhorf hans til vonarinnar er veraldlegt og stríðir algjörlega
gegn merkingu hugtaksins á trúarsviði sögunnar. Það er hið skap-
andi skáld, Jónas Hallgrímsson, sem beitir rúmskyggninni á at-
burðina og leggur til táknsvið hennar. Hinn fullorðni sögumaður
skýrir metnaðarfullan veiðihug sinn, og allt að því afsakar hann,
með ungum aldri sínum. Viðhorf piltsins stafar af ungæðisskap.
Sú skýring er gefin tvisvar í sögunni. Þegar Hildur hefur lofað
honum að fara til grasa verður hann „sæll eins og kóngssonur, og
hugsaði til grasanna með hreinni og vonarfullri gleði. Þessháttar
tilhlökkun verður valla lýst, og engum getur auðnazt að njóta
hennar fyllilega, nema unglingum á mínu skeiði“ (bls. 10; letur-
breyting mín). Og þegar komið er upp á Bröttuskeiðina og gnótt
grasanna blasir við segir: „Jeg var í þetta sinn í þeirra tölu, sem
gleðjast við að sjá von sína rætast, og þarf jeg ekki að lýsa huga
mínum fyrir þeim, sem hafa reynt eitthvað líkt því á mínu reki“
(bls. 15; leturbreyting mín).
Ungæðislegur metnaður veldur því að pilturinn tekur óvissu
veiðinnar fram yfir „vonarleysi" eða fábreytileika þeirra sem
vinna með handiðnirnar: „gerir vinnan þeim langtum minni
áhuga, enn hinum; enda lifa þeir minna á voninni“ (bls. 15). En
höfundur sögunnar leggur Hildi í munn þann trúarlega skilning
sem hinn fulltíða sögumann skortir. Hún lýsti lifnaðarháttum
fólks sem „lifir minna á voninni“ á fyrsta útsýnisstaðnum, því að
væntanlega er átt við almennar handiðnir sem unnar voru á
sveitabæjum, en vegna ákefðar hafði pilturinn ekki rænu á að
sinna merkingarþrunginni myndlíkingu hennar: sólskinsblettir á
fagurbláum fjöllum breiða „nokkurskonar gleðiblæ yfir allt hitt,
eins og þegar vonin skín yfir rósama lífstund góðs manns" (bls.
13). í þessu felst trúarleg skírskotun, „góður“ maður heldur
kristilegar dyggðir í heiðri, hann er og laus við óþol, býst ekki „á
hverri stundu við einhverjum feng“ (bls. 15), öllu heldur er hann
rósamur og „glaður í voninni“.
í prófræðu sinni frá árinu 1828 notar Jónas Hallgrímsson
hugtakið óviss von, og virðist leggja í það sömu merkingu og
sögumaðurinn í Grasaferð leggur í orðið óvissu. I prófræðunni
segir: „og mikil mæða að binda hjartað við óvissa von sem einatt